Ég vil byrja á að taka það fram að ég er ekki mjög trúaður og ég tel að þessar skoðanir mínar séu að mestu leyti settar fram í hlutleysi..

Ég hef alla tíð haft illan bifur af þessum svokölluðu sértrúarsöfnuðum, finnst forsvarsmenn þessara hópa vera hræsnarar og það sem þeir gera eigi lítið skylt við þær hugmyndir sem ég hef um gildi kristinnar trúar, fyrirgefningu umburðarlyndi o.s.frv.
Ég kann heldur ekki við það þegar menn rökstyðja sínar skoðanir með tilvitnunum í Biblíuna, eins og allt sem þar standi sé satt og rétt og rök hennar séu hafin yfir allan vafa.

Ég ætla ekki að mótmæla því að Biblían er stórmerkilegt rit og margur fróðleikur og boðskapur þar sem fólk ætti að temja sér, fyrir utan það að gamla testamentið t.d. er alveg stórskemmtileg lesning sem ég naut á sínum tíma að lesa, þó svo að ég hafi sleppt köflum þar úr, en ég er núna komin langt útfyrir efnið.

Í einhverjum leiðindum nýlega þá settist ég niður til að lesa nýja testamentið, eitthvað sem ég hef lengi ætlað mér að gera en aldrei komið mér til.

Þar sem ég var að lesa Mattheusarguðspjallið rakst ég á ansi merkilega tilvitnun.

Jesús sagði:
"Og þegar þér biðjist fyrir, þá verið ekki eins og hræsnararnir. Þeir vilja helst standa og biðjast fyrir í samkundum og á gatnamótum, til þess að menn sjái þá. Sannlega segi ég yður, þeir hafa tekið út laun sín. 6En nær þú biðst fyrir, skaltu ganga inn í herbergi þitt, loka dyrunum og biðja föður þinn, sem er í leynum. Faðir þinn, sem sér í leynum, mun umbuna þér.

Eitthvað finnst mér Gunnar í Krossinum t.d. ekki alveg fara eftir þessum boðskap meistara síns…

Og Jesús hélt áfram:
“Þegar þér biðjist fyrir, skuluð þér ekki fara með fánýta mælgi að hætti heiðingja. Þeir hyggja, að þeir verði bænheyrðir fyrir mælgi sína. 8Líkist þeim ekki. Faðir yðar veit, hvers þér þurfið, áður en þér biðjið hann”

Ætli allir þessir amerísku predíkarar sem predika þannig að það á meira skylt við leiklist en nokkurn tíma predikun hafi lesið þetta.

Eru þetta ekki bara allt hræsnarar…

Nú kunna kannski ýmsir að segja að það standi ýmislegt í biblíunni og það þurfi að aðlaga hana breyttum tímum ….bla bla bla
Ég myndi undir venjulegum kringumstæðum taka undir það nema það að þetta stendur ekki bara einhversstaðar í biblínunni og ætla það sé ekki bara best að ég haldi áfram þar sem frá var horfið og leyfi ykkur að sjá hvað það var sem Jesú sagði næst:

“En þannig skuluð þér biðja:


Faðir vor, þú sem ert á himnum.
Helgist þitt nafn,
10 til komi þitt ríki,
verði þinn vilji, svo á jörðu sem á himni.
11 Gef oss í dag vort daglegt brauð.
12 Fyrirgef oss vorar skuldir,
svo sem vér og fyrirgefum vorum skuldunautum.
13 Og eigi leið þú oss í freistni, heldur frelsa oss frá illu.
Því að þitt er ríkið, mátturinn og dýrðin að eilífu, amen.”


Það má því ljóst vera að þessi orð Jesú hafa ekki farið framhjá þeim sem virkilega hefur lesið Nýja testamentið og bendir til þess að stór hluti þessa fólks í þessum söfnuðum eru þær heilalausu geitur sem ég hef alla tíð sagt að þau séu..

Þetta finnst mér ákaflega sorglegt því að í grunninum er kritstni ákaflega falleg trúarbrögð sem mönnum eins og Gunnari hefur tekist að snúa og hagræða sér í vil til að reyna öðlast einhverja viðurkenningu í samfélagi trúaðara manna, viðurkenningu sem þeir eiga ekki skilið og hafa ekki unnið fyrir.

Ég kveð að sinni