Einkavæða RÚV ? Ríkisútvarpið var stofnað árið 1930 og það eru liðin 74 ár síðan það hóf útsendingar sínar. Vaxandi hópur í samfélaginu vill einkavæða RÚV og verður í þessu riti fjallað um rök þeirra.

RÚV er mikilvægt öryggistæki og þess vegna má ekki einkavæða það ! Koma má upp mun hentugra kerfi til þess að koma neyðarupplýsingum til skila. Almannavarnir gætu til að mynda gert samning við útvarpstöðvar um að útvarps/sjónvarpstöðvarnar myndu birta neyðar tilkynningar eða birta það sem almannavarnarmenn myndu framleiða í sýnu eigin “live” veri.

RÚV skal ekki einkavæða vegna þess að stöðin hefur menningarlegt gildi sem einkareknarstöðvar myndu ekki hafa ef RÚV væri einkavætt ! Ég vill ekki að sjónvarstöðin leggist af í núverandi mynd ! Ef það er ekki rekstargrundvöllur fyrir miðli sem veitir þessa menningarlegu þjónustu þá er einfaldlega ekki eftirspurn eftir honum. Það að vilja neyða fram vilja sínum á rekstri fyrirtækja markast annaðhvort af eiginhagsmunum þar að segja að Jón vilji þessa stöð og það sé alt í lagi að rukka aðra fyrir hana svo lengi sem hún er “menningarleg” en það er hinsvegar ekki í lagi ef það væri einungis birt fjölbragðaglíma samkvæmt mörgum. Sem leiðir af því hvort að það sé eðlilegt að yfirvöld stuðli að “æskilegu afþreyingarefni”, hví þá ekki að reka áróður ríkisblaðið Pravda eða hafa stjórnvöld “rangt” fyrir sér ? Hitt er að stuðla að “æskilegu” afþreyingar efni fyrir alla vegna þess að það er gott fyrir þá. Fyrst það er gert þá hlýtur það að vera góð samlíking að neyða alla sem eiga eldavél að kaupa hollan mat. Eða er það illréttlætanlegt að neyða fólk til að kaupa “hollan” mat eða “hollt” sjónvarpsefni ?

RÚV á að vera óháð stofnun svo pólitíkusar séu ekki með puttana ofan í þessu ! Þessi er höfundur að hálfu leiti sammála og það er í því að pólitíkusar eigi ekki að hafa puttana ofan í þessu. Ef RÚV er rekið sem opinber stofnun þá er RÚV óneitanlega alltaf háð fjárveitingum eða reglugerðum frá yfirvöldum.

Einkavæða meinarðu ekki einkavinavæða !? Alls ekki, höfundi líkar ekki við hvernig staðið er að einkavæðingum á Íslandi. Höfundur leggur til að opinber fyrirtæki eða stofnanir sem skulu vera einkavæddar sé seldar á eftirfarandi hátt.

1) Lágmarks kaupmagn á hlutum uppá áætlað 10.000 ISK markaðsvirði
2) Ávallt selt hæstbjóðanda, meira magn gengur ekki fyrir, hægt er að tryggja sér hlut með því að bjóða aðeins/vel yfir áætluðu markaðsvirði.
3) Öðrum opinberum stofnum á ekki að vera heimilt að kaupa hluti
4) Yfirvöld tilkynni fjölmiðlum tímanlega fyrirætlaða einkavæðingu svo stærri hluta borgara gefist kostur á að kaupa sér hlut.
5) Stofnanirnar eiga að vera gerðar af hlutafélögum ef þær hafa viðunandi stærð fyrir hlutafélag svo skulu félögin verða skráð í kauphöll.

Kikyou telur sig vera reiðubúinn til að kaupa áskrift að þeirri stöð sem tæki við af RÚV ef sömu stefnu væri fylgt í megin atriðum og telur andstöðu við einkavæðingu stöðvarinnar annað hvort markast af forsjárhyggju eða eiginhagsmunum eins og hið illræmda reykingabann á “opinberum stöðum”, sem höfundur hefur hugsað sé að fjalla um í sinni næstu sláandi grein. Sjálfur er Kikyou alinn upp að miðaldra sjálfstæðismanni sem hefur óbeit á sósíalistum en hikar samt ekki við að styðja við bakið á lögum sem fela í sér skattlagningu svo lengi sem hann fær sína útvarpstöð, já faðir minn er í afneitun um að hann sé ekki miðjumaður.

Kær Kveðja
Kikyou