Jæja þar sem ofurmennið Bessib neitaði að samþykkja þetta sem grein þá set ég þetta bara hér….Ástæðan fyrir því að ég skrifa þessa grein er sú að ég vil og ég verð að koma nokkru á hreint hvað varðar Héðinsfjarðargöngin og afhverju framkvæmdir á landsbyggðinni eru nauðsinlegar.
Ég er nú enginn greinasmíðir en ég ætla að láta þetta flakka engu að síður.
Nýlega sendi ákveðinn aðili, eða reyndar
appel, til að vera með allt á hreinu, inn grein og fyrisögnin var “Héðinsfjarðargöng” og er sú grein drifkrafturinn á þessari grein hér.
Þessi göng munu einkum nýtast Siglfirðingum, og einnig Ólafsfirðingum þar sem þessi göng tengjast beint þessum bæjum.
Þetta skrifaði kæri appel í grein sinni sem sannar nú þröngsýni hans á einu smávægilegu atriði. Þessi göng munu ekki einkum nýtast Siglfirðingur og Ólafsfirðingum, þau munu nýtast fyrir Akureyringa sem og
alla austfirðina. Siglufjörður, Ólafsfjörður, Akureyri og austfirðir eru mikið í fótboltanum og eru þessi lið oft að spila móti hvoru öðru, en til þess að geta spilað sína leiki þá þurfa liðin að keyra á milli bæja til að geta spilað, tökum sem dæmi að Siglufjörður
(KS
) á að spila við Egilsstaði og leikurinn fer fram á Egilsstaðarvelli, þá þarf KS að keyra til Egilsstaða sem er drjúg vegalengd til að geta spilað leikinn. Stytta nú þessi göng lengdina heilmikið eða ef ég á að giska um tíma þá held ég að tíminn styttist eitthvað um 1-2. tíma jafnvel 3. tíma sem er nú allverulegur tími.
Svo virkar þetta líka öfugt að vegalengdin styttist frá Egilsstöðum til Siglufjarðar, en ekki bara frá Egilsstöðum, heldur líka alla austfirðina. Svo eru það nú líka þeir sem eiga ættingja á austfirðum eru heilmikið fljótari að heimsækja ættingja sína og svo þeir sem eiga ættingja á Siglufirði.
Margir hafa velt þessu fyrir sér, t.d. hefur verið bent á að önnur brýnni og hagkvæmari verkefni væri hægt að fara í, t.d. Sundabrautin. Og einnig hefur bent á að um 10 sinnum fleiri bílar fari um Hvalfjarðargöngin, sem kostuðu rúmlega 4 milljarða, og að fólk þurfi að borga fyrir að fara í gegnum þau.
Þetta skrifaði kæri appel líka í grein sinni og vil ég benda á, eru aðrar framkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu eitthvað
brýnni en aðrar framkvæmdir á landsbyggðinni?
(Héðinsfjarðargöngin
)Er mikilvægara að fólk á höfuðborgarsvæðinu sé
korter skemur á leið í vinnuna en að fólkið á Siglufirði, Ólafsfirði, Akureyri og fólkið á austfirðum sé kringum
1-3. tímum skemur á leið sinni um alla þessa staði?
Ég ætla nú ekki að fara skjóta á Hvalfjarðargöngin þar sem hún er nú algjört “möst” fyrir þá sem keyra til höfuðborgarinnar, göngin stytta leiðina talsvert. Ég man hvernig þetta var áður en göngin komu, þá þurfti maður að keyra inn Hvalfjörðinn og út um hann til að komast til höfuðborgarinnar sem gat nú lengt ferðina um heila klukkustund.
Svo er rétt að skjóta inn í að þeir höfuðborgarbúar sem eiga ættingja á Siglufirði
(og þeir eru margir, það ábyrgist ég
) geta stytt för sína allsvakalega með því að fljúga til Akureyrar og keyra restina af leiðinni með tilkomu Héðinsfjarðargöng.
Hvalfjarðargöngin styttir leiðina frá landsbyggðinni til höfuðborgarinnar og öfugt.
Héðinsfjarðargöngin stytta leiðina frá Siglufirði til Ólafsfjarðar til Akureyris og til austfirðina og öfugt.
Fólk virðist halda
(aðallega höfuðborgarfólk
) að þessi göng gagnist bara Siglfirðingum og Ólafsfirðingum og hef ég leiðrétt það hér vonandi.
Ég er Siglfirðingur búsettur á Akureyri, ég er í Menntaskólanum á Akureyri og er á heimavistinni. Við erum þónokkuð mörg hér í skóla frá Siglufirði og við viljum þessi göng, ekki bara fyrir okkur heldur líka fyrir komandi kynslóðir sem munu hefja sín framhaldsnám vonandi á Akureyri, eða á austfirðum?
Ég ætla ekki að hafa þetta eitthvað lengra en það gæti ég eflaust en ég sé að þetta er komið nóg í bili. Ef fólk vill aðra áframhaldandi grein um þetta mál þá látið mig vita. Ég hef aðeins eitt að segja við þig appel, við landsbyggðarfólk eigum líka rétt á framkvæmdum sem bæta samskipti og vegaleiðir okkar á milli og ef þið höfuðborgarfólk ætlið að fara setja ykkur á háan hest útaf nokkrum framkvæmdum sem við fengum í pokann þá segi ég, hvað eruð þið búnir að fá margar framkvæmdir í pokann?
Kveðja,
Öskuillur Siglfirðingu