Mér eru hugleikinn sá tvískynnungur og sýndarmennska sem er ríkjandi í kynja-og kvenréttindaumræðunni og hér koma nokkur dæmi á eftir. Ég finn fyrir sífelldum barlómi um hvað konur hafi það skítt og þeim sé haldið niðri hér þrátt fyrir að konur á Íslandi hafi óumdeilanlega meiri tækifæri en konur í flestum löndum, ef þær virkilega vilja nota þau. Lítumá nokkur dæmi.
Ef karl á miðjum aldri “yngir upp”(algengt) þá er það neikvætt, en ef vinkona nær sér í yngri(líklega ekki eins algegnt) þá er það frábært og kannski kannski í tísku, ekki verra. 'Eg man að frænka mín á miðjum aldri var frekar bitur yfir hvað margir eiginmenn vinkvenna hennar höfðu gert þetta en henni fannst framhjáhöld Mitterand Frakklandsforseta bara vera flott, af því að það var svo “Franskt” ! (The Paris syndrome)
Dæmi eru um að yngri körlum sé nauðgað af konum, en það er ekki allment viðurkennt og glott út í annað, hann hafi bara verið heppinn. Á svipaðan hátt virðist flestum vera sama þó að hafi komið í ljós að vændi meðal karla væri algengara en áður var talið, vændi á að vera “kvennamál”.
Konur kvarta yfir hvað séu fáar konur í stjórnunarstöðum og mörgum finnst að það eigi bara að setja kvóta, koma konum inn með góðu eða illu, alveg sama hvað stjórnendum finnst. Þetta er náttúrulega bara Stalínístk viðhorf og ósanngjörn gagnvart eigendum fyrirtækja, því þessar konur sem halda þessu fram vilja að fyrirtækið hverfi frá því sem þau eru (tæki til ávöstxtunar á fjármagni) til þess að vera verkfæri félagsfræðibreitinga. Það sem þær átta sig ekki á að án þessara fyrirtækja og þróunarinnar sem leiddi til þeirra væru þær yfirleitt ekki að koma fram með þessar kröfur.
Að lokum; Af hverju kvarta þessar konur ekki yfir hvað er fáar konur í stétt sjómanna, verkamanna og t.d. sorphreinsunarmanna ?