Ég ætla að byrja þessa grein á sögu um einn merkilegann atburð sem að gerðist í skólanum í dag.
Það var þannig að við vorum að fara í íþróttapróf sem að fjallar um heilsu og líkamann og allt í einu kom upp umræða (milli mín og 3 vina mína) um hvernig mannslíkaminn varð til og úr þessu kom þá umræðan um hvernig lífið skapaðist. Ég er satt að segja nokkuð trúaður og trúi algjörlega á guð! Vinur minn er líka mjög trúaður og meira að segja meðlimur í einhverju kirkjusambandi. Ég er ekkert mikið í því að rífast um hluti en vinur minn (sá trúaði) fór strax að segja að guð skapaði Evu og Adam og eftir þau tvö breyttist lífið og allt þróaðist. 2 aðrir vinir mínir sögðu bara nei það er ekki satt heldur þróaðist lífið alveg frá byrjun eftir að plöntur gátu lifað eftir einhverja efnablöndu sem að átti sér stað í andrúmsloftinu þegar það var mikið af eldfjöllum á jörðunni með alls kyns efnum í loftinu. Ég er líka á náttúrufræðibraut í skólanum og veit að þetta er líklegast af öllu. Ég trúi á þetta en ég trúi samt auðvitað á guð. Er þetta ekki hægt eða? Víst að ég er trúaður verð ég þá að trúa á allt sem að stendur í ritum guðs?
Þessi umræða hélt áfram í um það bil 2-3 klukkutíma og þá spurði ég vin minn, “trúiru ekki á guð eða?” og hann sagði strax “nei” og mér brá ekkert smá. Svo spurði ég 5-6 aðra stráka og þeir sögðu allir nei!! Mér brá svo ótrúlega og hugsaði bara “er ég búinn að missa af einhverju stóru hérna??”. Við búum í evrópu (ég bý í Svíþjóð) og þetta land á að vera kristið og ég hélt að næstum allir hér væri kristnir og það væri einhver lítill minnihluti sem eru ekki kristnir en það virðist sem þetta er akkurat öfugt!!
Öll hér höfum við fermst og samt trúa vinir mínir ekki á guð. Er þetta ekki mesta guðlast sem til er??
Mér finnst þetta algjört brjálaði og ég er í rauninni í miklu sjokki eftir þetta. Um það bil 65% í bekknum mínum trúa ekki á guð!!
Svo eru 3 í bekknum mínum sem eru múslimar og þeir trúa alveg ótrúlega mikið. Hvernig mundi það vera í Islam ef að maður mundi taka trúnni á sambærilegan veg eins og með ferminguna í kristninni og svo trúir maður ekki. Maður mundi fá alls kyns refsingar örugglega. Er það semsagt bara leifilegt í kristni að fæðast kristinn og skipta sér ekki að og trúa ekki á guð?
Ég mun alltaf vera kristinn og trúi á guð og ég býð spenntur eftir að sjá hvort hugarar hér eru kristnir eða ekki og ef að meirihlutinn segir nei þá hef ég virkilega misst af einhverju mjög stóru!!
Kv. StingerS