(Varúð Damphir þessi grein kann að hafa áróðurskennt innihald, sér í lagi innan sviganna, svo ég ráðlegg þér að loka augunum meðan þú lest greinina).
Svaraðu kallinu frá mér…
Þetta margrómaða lag eftir sölumanninn og karíókei söngvarann Herbert Guðmundsson hefur raðað sér upp á meðal klassískra íslenska laga á borð við Allt sem ég sé og nakin. Þessu viðlagi beini ég nú í átt Markúsi Erni Antonssyni.
Markús Örn Antonsson tók við fyrir hönd sjálfstæðisflokksins borgarstjóraembætti Reykjarvíkur þegar Dabbi fór í landsbyggðapólitíkina. (Á alveg sama máta og hann gagnrýndi Ingibjörgu fyrir að gera). Þegar Markús Örn var ekki kjörinn til að vera borgarstjóri áfram og hin alræmda Ingibjörg tók við gerði Dabbi þennan vin sinn að útvarpsstjóra. (Í þá daga var ekki spurt um fjölmiðlareynslu). Dabbi var þá nýbúin að reka þáverandi útvarpsstjóra sem hafði verið nýbúin að reka vin Dabba hann Hrafn Gunnlaugsson úr dagskrárgerðarstjóra embættinu. Eitt af fyrstu verkum Markúsar var að endurráða Hrafn og síðan þá hefur hann verið duglegur við að kaupa myndir hans, jafnvel tvisvar í röð. Fyrst sem mynd og síðan sem framhaldsþátt.
En jæja, nú er ég búin að upplýsa fólk um hver þessi Markús Örn er. Þá er best að ég segji fólki hvaða kalli ég vilji að hann svari.
Markús Örn minn, um daginn hljóp fjölmiðlafólk á eftir þér frá Stöð 2 og spurði þig hversvegna þú réðst hann Georg í embætti fréttastjóra. Hversvegna Markús? Afhverju útskýrðirðu ekki fyrir þeim að þér hafi þótt rétt að ráða Georg sem fréttastjóra og talið upp ástæðurnar fyrir ráðningunni? Hefði það ekki verið skynsamlegt?
Markús Örn, afhverju svararðu ekki ásökunum starfsfólks sem vinnur fyrir þig? Það er nánast einróma búið að lýsa yfir vantrausti á þig, þarftu þá ekki að svara fyrir þig? A.m.k. senda eitt lesendabréf í moggan, halda einn starfsmannafund, jafnvel bjóða Boga Ágústsyni í kaffi og ræða kvartanir hans. Þú gætir þá útskýrt fyrir honum hversvegna þú réðst hann Georg.
Afhverju Markús, svararðu ekki neinum ásökunum, framsóknarmennirnir sem komu Georgi í embættið hafa mætt í spjallþætti og svarað fyrir sig, en þú sem réðst mannin hljópst inn í lyftu í stað þess að svara spurningum. Þú Markús Örn ættir ekki að láta svona, þú sem gætir í framtíðinni orðið sendiherra. Þú hlýtur að hafa einhver rök fyrir ráðningunni eða hvað? Eða er það kannski ástæðan fyrir því að þú svarar ekki fyrir þig í fjölmiðlum?
Þú kannski ræðir þetta í áramótaávarpinu þínu. Verst að ég verð sennilega ekki að hlusta þá…