Í gær var ég vakinn upp klukkan 11:00.
Ég fór til dyra og þar stóðu tvær miðaldra konur og spurðu mig hvort ég ætti í erfiðleikum með að eignast vini. Ég brosti og spurði “Hvað er málið?”, þá komu þær með einhverja skýringu og sögðust vera að ganga úr húsi í hús til að hjálpa fólki sem er einmanna og á erfitt með að eignast vini.
Ég var MJÖG þreittur og sagðist vera að fara að sofa, þá var mér réttur bæklingur, ég lokaði hurðinni og fór inn að sofa. Þegar ég vaknaði rak ég augun í þennan bækling og fór að fletta honum, og ég hló!
Þessi bæklingur er frá vottum Jehóva og þetta er þvílíkt áróðursrit, ætlað fólki sem er minnimáttar og líður ílla, í þeim tilgangi að reyna að fá það til að koma í söfnuðinn.
Meðal greina í blaðinu er:
Að svala þörfinni fyrir vináttu.
Geta karlar og konur verið “bara vinir?”
Leikskóli án leikfanga
Hvernig get ég forðast kynlíf fyrir hjónaband (Saga 19 ára stúlku sem svaf hjá skólafélaga sínum og lennti í sálfræðikreppu í kjölfarið því henni fannst hún vera einskis virði!! )
Er skilnaður besta lausnin (Og bennt á að skilnaður sé synd og maður sér að fremja hórdóm ef maður skilur við maka sinn.
Og að lokum er árðóður um að foreldrum beri að lesa kristnibækur fyrir börn sín og kenna þeim um guð.
Mér blöskraði þegar ég las gegnum þessar greinar, þarna er verið að targeta minnimáttahópa og fólk sem er veikt á geði, þjáist af þunglyndi osfv.
Það er allt gert til að sýna fólki fram á að það hefur framið hræðilega glæpi í þeim tilgangi að fólk fær samviskubit, svo er talað um guð og hvernig maður eigi að trúa á hann til að allt verði betra.
Það stendur í þessu riti að maður eigi að velja sér félaga, ef þeir verða að “slæmum” félögum þá á maður að yfirgefa þá.
Slæmir félagar eru t.d þeir sem sofa hjá fyrir giftingu.
Það er talað um að maki manns sé óskilningsríkur og ekki þess virði ef hann getur ekki beðið með að stunda kynlíf fyrr en eftir giftingu.
Mér finnst þetta ótrúlegt, og vildi segja mína skoðun á málinu.
Ég hef ekkert á móti trúarbrögðum almennt, ég er trúlaus EN ég verð vondur þegar ég sé að ofsatrúahópar séu að beina sér aðalega að minnimátta einstaklingum.
Eflaust er fínt mál að þessir einstaklingar fái styrk í guði og á þessum samkomum.. en það sem er ekki tekið fram í ritinu er að það kostar að vera meðlimur í þessum samtökum.
Tja kostar ekki beint, en það er litið ílla á þig ef þú mætir þarna reglulega og gefur ekkert á móti, venjan er sú að það fari áhveðin % af útbörguðum launum í söfnuðinn.
Ef einhver vill láta sína skoðun í ljós, endilega svarið þessari grein.