ok, það er soldið af fólki hérna sem segir að það eigi bara að leyfa dóp, og segir: ég meina, ég ræð alveg hvað ég geri við minn líkama og bla bla bla. Ok, kannski getur ÞÚ haft stjórn á þér eftir að hafa reykt hass einu sinni, ví þetta er skemmtilegt. En eftir langaradni notkun og þegar byrjað er að nota sterkari efni, ferðu að hafa voðalega litla stjórn á þessu og svo framvegis. Og hef allir mættu nota dóp myndi vaxa upp mikið af fólki sem gerði ekkert allan daginn nema dópa, nema auðvitað þeir sem hafa stjórn á þessu?!?!?!!, og ég efa að þau nenni að fara að vinna fyrir næsta skammti, og fara því að stela. Þjófnaður yrði meira vandamál hér á landi. Mörg morðmál má rekja til notkunar á fíkniefnum. Og svo eru það unglingarnir, ef þetta er leyft, þá finnst þeim þetta allt í lagi, sniðugt er það ekki. ég meina þetta er þeirra líkami, þau ráða hvort þau noti fíkniefni er það ekki, og þótt fólki yfir 20 ára yrði leyft að nota þau, myndu yngri krakkarnir alveg getað reddað sér því alveg eins og áfengi og tóbaki núna.
Djöfull eru þessir ráðherra og alþingismenn heimskir, að láta lög um það sem við megum gera, hvernig dettur þeim það í hug, aumingja fólkið sem getur haft stjórn á notkun sinni það getur ekki dópað sig upp í friði.
Það sem ég er að segja er að ef dóp væri leyft myndi koma fleiri vandamál, félagsleg vandamál, vandamál gagnvart börnunum okkar og svo framvegis.
En hvað með fólkið sem vill lifa í borg þar sem einhver regla er á hlutunum, það þurfa að vera lög fyrir þau, til VERNDAR fyrst og fremst. Er það ekki annars?? Hvað myndi gerast ef engin lög væru? Þetta yrði eflaust frábært land, eða hvað?
(Og ef það á að leyfa dóp, komið þá með einhver RÖK fyrir því!)