Einstein sagði einu sinni að þú getur ekki lagað vandann með því að nota sömu aðferðina og byrjaði hann. Maður á erfitt með að hugsa vel til þess að ef við getum ekki lifað í sátt og semd efitr mörg þúsundir ára sem homo sapiens á þessari jörð, að við - mannkynið eigi góða framtíð undan okkur. Um daginn var mér sagt að það væru meiri líkur heldur en minni líkur á að 3. heimstyrjöldin komi upp á næsta leiti.
Þá kemur upp góð spurning, hver erum við til að dæma hvort líf manna verði eytt fyrir heiður sem þeir eiga síðan ekki eftir að upplifa, maður sér það alveg að um leið og einhver reynir að koma skynsemi og góðu í þessum heimi er því strax eytt. Tökum sem dæmi John Lennon, þetta var bráðsnjall og góður maður, en vegna skoðannir hans og umdeilum var hann skotinn (mín skoðunn). Og kommúnismin, kommúnismi er ekki slæmt hugtak, en málið er bara að svona virkar ekki hjá Homo sapiens, þú getur ekki gert neitt án þess að einhver mótmæli því eða hafi skoðunn á því.
Við verðum að skilja að þú sem einn maður getur ekki breytt miklu fyrr en að sameind myndast af fólki sem er tilbúið að takast á við það hlutverk að bæta skilning á heiminn, vegna þess að það eru skoðannir fólks sem eru að rífa okkur sundur, pólitíkin, hægri og vinstri sinnaðir, eina leiðin til þess að geta lifað af á þessari plánetu í mörg ár í viðbót er að fræða fólk eins mikið og hægt er, og leyfa því að fatta, að ef við getum ekki leyst vanda eftir þúsundir ára af stríðum að kannski væri ekkert svo vitlaust að fara prófa aðrar aðferðir.
En ég vil bara að segja, að ég trúi því að ef við getum fundið upp aðferð til að fljúga, sett mann á tunglið og komið af stað þessari tæknibyltingu sem við lifum við í dag að þá hlýtur að vera til betri aðferð til að koma jafnvægi á heiminn.
Takk fyrir.
“If you have a gun, you can rob a bank. If you have a bank, you can rob everyone”