Ég var svo óheppin að lenda í umferðaóhappi 14.febrúar sl. Gerðist hann við gatnamótin á Bergþórugötu og Barónsstígs.
Ég var á leiðinni í skólann um kl.8 um morguninn og það var mikil umferð þar sem ég legg leið mína í skólann. Á gatnamótunum þar sem áreksturinn varð er biðskylda sinnhvorum meginn á Bergþórugötunni og hraðhindranir sinnhvorum meginn á gatnamótunum á Barónstígnum. Þarna er eingöngu leyfilegt að keyra á 30 km hraða báðar göturnar.

Ég er sem sagt að keyra í skólann, dimmt var úti og svolítill snjór og slabb á götum. Ég er að keyra upp Bergþórugötuna og stöðva á biðskyldunni þegar ég kem að gatnamótunum. Leyfi bílunum að fara framhjá mér og lít hægri og vinstri þegar leiðin er greið og sé engan bíl. Keyri áfram götuna, yfir Barónsstíginn og er komin hálfvegis yfir hraðhindrunina hinum meginn þegar bíll hægra meginn við mig keyrir í hliðina á mér með þeim afleiðingum að ég kastast til á sendiferðabíl sem beið á biðskyldu á móti mér. Hitti ég á vinstraframljósið á sendiferðabílnum og brýt það.

Þegar ég stíg út úr bílnum að þá sýnist mér að konan sem keyrði á mig hafi upphaflega ætlað að beygja upp, í sömu átt og ég var að keyra. Gæti verið að hún hafi verið að keyra niður Njálsgötuna, beygt til hægri á Barónstíg og gefið í. Því beyglan sem kom á bílinn minn var svo sannarlega ekki eftir bíl sem hafði verið að keyra á löglegum hraða. Auk þess þar sem hraðahindrun hefði átt að hægja á henni. Er ekki sagt að bílar eigi að hægja á sér niður í 15-20 km hraða þegar þeir séu að fara yfir hraðhindrun? Ef svo að þá hefði ég ekki fengið svona gasalega mikla beyglu á bílinn, eða ég tel ekki. Hún keyrir utan í aftari farþegahurðina og dekkið og beyglan þar er greinilega ekki eftir bíl sem fór yfir hraðhindrun á 15 km hraða. Og þetta var ekkert bömp, þetta var ekkert smá högg. Hurðin er algjörlega eyðilögð. Ég tel að hún hafi verið að keyra allavega 10-15 km hraðar en leyfilegt er.

Vegna aðstæðna er lögreglan kölluð til og hún tekur skýrslu. Konan sem keyrði á mig var af erlendu bergi brotin svo það er ekkert víst að hún hafi kunnað að keyra í slabbi og snjó. Virkaði afskaplega sofandi á öllu því sem var að gerast, gæti verið að hún hafi verið í sjokki. Var afskaplega lengi að svara öllu því sem lögreglan spurði hana. Hvert hún hafi ætlað að fara, á hvaða hraða hún hafið verið á og hvort hún hefði reynt að stöðva. Hún gat rétt svo stunið því upp eftir mikið hik. En maður gat greint óvissu hjá henni. Hvort hún hafi verið að ljúga til um hraðann.
Minnst var á að skýrslutökunni lokinni að það væri spurning hvort ég væri í algjöru órétti miðað við hvernig allt leit út. Ég var samt ánægð að enginn slasaðist og það hafði orðið minna tjón en hefði geta orðið.

En ég var að fá útkomuna frá tryggingafyrirtækinu og þeir dæmdu mig í órétti mér til mikillar vonbrigða þar sem mér finnst hún sem keyrir á mig bera einhverja ábyrgð. Allavega 30-50% ábyrgð á tjóninu á móti mér. Tjónið á bílnum er alveg upp á 300 þús kall og ég ber 76 þús króna sjálfsábyrgð og restin kaskó. Tjónið hefði ekki orðið svona mikið ef hún hefði keyrt á mig á 15 km hraða, ég er svo viss um það. En það skiptir kannski ekki svo miklu máli, ég þyrfti samt að borga þessa sjálfsábyrgð. Bara svona ósátt að hún hafi fengið að ganga burtu frá þessu.

En það sem versta er, er það að ég hef heyrt fleiri sögur um að sá sem keyrir á en er í rétti, fær að ganga í burtu þrátt fyrir að hafa keyrt á ólöglegum hraða og þar af leiðandi líka brotið umferðareglurnar.
T.d. fékk ég að heyra eina slíka sögu í grófum dráttum þegar ég sótti bílaleigubíl á meðan gera er við minn bíl.
Stelpa á sama aldri og ég er að keyra bílinn sinn í íbúðarhúsnæðishverfi þar sem löglegur hraði var 30 km hraði. Veit ég nú ekki hvort hún hafi lent á biðskyldu eins og ég og keyrt yfir þegar hún taldi engan vera í augnsjá. En allavega keyrir bíll á hana á 70 km hraða og bíllinn hennar fer í mask. Hann viðurkenndi það að hann hafi verið að keyra alveg á 40 km meiri hraða en leyfilegt var. En tryggingnar dæmdu hana í 100% órétti, hann bar ekki neina ábyrgð þrátt fyrir að hafa keyrt á ólöglegum hraða. Frekar ósanngjarnt!


En það sem ég er líka að furða mig á er að lögreglan virðist vera iðin að stöðva menn fyrir of hraðan akstur, myndavélar hafa verið settar á helstu slysagatnamót og þar sem hraðakstur er tíður. Að verið sé að reyna fækka slysum og óhöppum sem hraðakstur getur valdið.
En þegar slysin gerast, afhverju sleppa þá þeir sem eru brotlegir fyrir að hafa keyrt of hratt? Ok. Þeir voru kannski í rétti þrátt fyrir að þeir keyrðu á. En ef þeir voru ekki á löglegum hraða… Eru þá þeir ekki líka að brjóta umferðareglurnar? Bera þeir líka ekki einhverja ábyrgð á því sem gerist? Sekta þá eða eitthvað? Hvað varð um þetta punktakerfi sem átti að refsa mann?

Smáavangaveltur varðandi þetta…

Kveðja,
cutypie
I´m crazy in the coconut!!! (",)