Þann 26. desember í Taílandi, Sri Lanka og á öllum öðrum stöðum sem að varð fyrir Tsunami flóðbylgjunni eftir jarðskjálftann, missti fólk sem er ennþá lifandi aðalega 2 hluti, heimabæinn sinn með heimilinu sínu, öllu umhverfinu og náttúrunni og svo auðvitað ættingja, vini og vandamenn.
Fólkið þarna á kannski aldrei eftir að komast yfir þetta með að hafa misst allt þetta fólk og það getur auðvitað ekki komið neitt í staðinn fyrir allt þetta. Hinn hluturinn er þó næstum því horfinn því að ég var að skoða myndir af sumum stöðum á öllu þessu svæði og það er algjörlega ótrúlegt hvað fólkið þarna er búið að vera duglegt að byggja allt uppá nýtt. Það er eins og ekkert hafi gerst. Gott dæmi á þessu má sjá á mynd sem að ég var að senda inn og vona að verði hleypt í gegn.
Fólk er byrjað að lifa lífinu eins og ekkert kom nokkurn tímann fyrir, það eru básar útá götum með ólöglegum hlutum og það eru bara smá breytingar eins og til dæmis eru verið að selja póstkort með myndum af líkum frá slysinu.
Ég er að tala um að fólkið þarna er mjög duglegt og maður verður að hrósa því en auðvitað hjálpaði annar hlutur alveg ótrúlega mikið. Stuðningur annara landa sem að gaf pening til þess að gera þessar ótrúlegu framkvæmdir mögulegar. Peningarnir voru svo miklir að hver manneskja sem var á þessum stað á kannski möguleika á að fá einhverjar bætur.
Það má klappa fyrir heiminum en ég vona líka að heimurinn fari að vera eins hjálpsamur við öll þessi fátæktar vandamál sem að við losnum ekkert við. Til dæmis í Afríku og Brasilíu.
Ég veit vel að stórþjóðir eins og Bandaríkin og Japan gefur mikið til rauða krossins en það fer ekki nálægt þeirri summu sem þau gáfu eftir jarðskjálftann í Asíu.
En, klöppum fyrir duglegum Taílendingum og hjálpsömum heimi!!
Kv. StingerS