Ég er orðinn þreyttur. Mjög þreyttur á fasteigna og húsaumræðu í Reykjavík aðallega af því mér finnst hún heimskuleg.

1.
Umræðan um hvort flugvöllur eigi að vera í vatnsmýrinni er út í hött. Meirihluti Reykvíkinga (þar að segja þeirra sem þurfa að þola flugvöllin) er á móti staðsetningu hans. Það að halda flugvellinum þarna af því það hentar fólki sem býr annarsstaðar eru ekki rök fyrir tilvist hans að mínu mati.
Í öðru lagi, þá ætti að mínu mati ríkið og sveitarfélög ekki að reka flugvöll. Innanlandsflug er ekki mannréttindi, það er meira segja vafasamt að þetta sé nokkuð annað en óþarfa hljóðmengun og loftmengun í landi þar sem hægt er að komast á milli staða í einni rútuferð eða bíltúr hvert sem er á landinu á innan við einum degi.

2.
Laugarvegurinn: Afhverju í ósköpunum mega eigendur húsa ekki gera það sem þeir vilja við þau? Þessi hús eru ekki merkileg í sögulegum skilningi, þau eru satt að segja ljót, og jafnvel þótt að sumum þyki þau falleg þá er það engin ástæða til þess að þvinga fólk til að varðveita þau vilji þau það ekki.
Ég ætla að nefna stutta sanna sögu í þessu tilviki, fyrir nokkrum árum vann ég í byggingarvinnu með manni frá tékklandi. Á þeim tíma riðu mikil flóð yfir Prag og skemmdu hús í miðbænum. Stuttu áður en það gerðist hafði hann sagt mér frá því að hann ætti gamalt hús í miðbæ Prag.
So? spurði ég, Are you worried over your house?
No, not really.
Why?
I hope that the floods break in and ruin it.
Ha? hugsaði ég, Are you joking?
No, I sure hope so, because if the flood ruins my house I will finally be able to reconstruct it the way I want to.
Sjáið til, þessi maður var arkítekt og hafði lengi dreymt um að breyta húsinu sínu, byggja við það og setja nýja veggi og gólf. Aftur á móti þá var honum bannað það af stjórnvöldum þar sem húsið var frá 19.öld.
Eigum við að búa í landi þar sem húsaeigendur á Laugavegi eiga eftir að hrópa húrra ef það kviknar í miðbænum? Því þá loksins fengju þeir að gera tímabærar breytingar á húsunum.
Með því að banna fólki að reisa ný hús á Laugaveginum erum við að hvetja það til að leita annað að nýju plássi fyrir verslanir sínar. Það er ekki það sem við viljum gera ef við viljum fá öflugan miðbæ.

Að lokum vitna ég í Baggalút

Þá er búið að gefa grænt ljós á að jafna nokkur ómetanleg byggingasöguleg meistaraverk með­fram hinum ægifagra Laugavegi við jörðu. Afskaplega dapurlegt, finnst ykkur ekki?

Eða hitt þó heldur, fremur og frekast.

Alveg hef ég fengið mig fullsaddan af þessum taðfyllta botnlanga hins byggilega heims og öllum þeim möglandi miðbæjarsníklum sem telja þessa fornfrægu skolpþró til einhvers annars nýta en að drekka sig til dauðs við um helgar.


Takk fyrir mig