Stríðið gegn uppreisnarmönnum í írak.
Stríðið í Írak hefur verið mikið gagnrýnt í íslenskum fjölmiðlum og ekki veit ég til þess að það hafi fengið nokkra jákvæða umfjöllun á íslandi. Skoðun mín er sú að þetta stríð sé fullkomnlega réttlátt. Ef bandaríkjamenn og herir annarra landa sem styðja árásina væru ekki í Írak að berjast við uppreisnarmennina gengi Saddam og aðrir stórglæpamenn ennþá lausir og hvernig haldið þið að það sé að búa í landi þar sem viðskiptabann ríkir maður er kúgaður út í eitt af mönnum Baath flokksins og annarra handbenda Saddam Hussein?
Margir hafa haldið fram að bandaríkjamenn séu þarna bara til að hafa aðgang að miklum olíulindum landsins, það spilar án efa eitthvað inní en til hvers nýttu írakar olíuna? Á alla fínu Hummer-ana og Porsche-ana sína? Og ekki gátu þeir selt hana vegna viðskiptabannsins.
Núna á meðan ég skrifa þetta heyri ég í sjónvarpinu að það er verið að tala um ákveðið atvik sem hefur verið talað mikið um undanfarið. Þar var myndatökumaður í för með flokk bandarískra hermanna í grennd við Fallujah þar sem þeir gengu inn í mosku fulla af látnum og særðum uppreisnarmönnum. Maðurinn sér einn þeirra særðu hreyfast, gengur upp að honum og skýtur hann mörgum skotum. Hefur maður þessi verið sýknaður vegna ófullnægjandi sannana og hefur það vakið mikla reiði meðal andstæðinga stríðsins. Svo var það þegar fangar voru beittir líkamlegu sem og andlegu ofbeldi. Svona á að sjálfsögðu ekki að líðast enda var flestum þessum hermönnum refsað á einn eða annan hátt.
Auðvitað er stríðið í Írak nauðsynlegt. Án þess værum við, Evrópa og Bandaríkin í meiri hættu þegar kemur að hryðjuverkum en við erum þegar. Því eins og þið sjáið eru írakar búnir nægum efnivið til að búa til sprengjur sem tæta sig í gegnum brynvörn HUMVEE (Breyttir Hummer jeppar bandaríkjahers) jeppa þegar þeir keyra yfir þær, fara um borg og bæi drepandi hermenn og alla sem koma eitthvað nálægt þeim eins og mönnum sem sjá um sorphirðu við bækistöðvar þeirra. Ef þeir hafa nægt efni í þetta gætu þeir að sjálfsögðu gert hryðjuverkaárásir um alla Evrópu, Bandaríkin og jafnvel Ísland þar sem við erum nú á þessum blessaða lista. Þó er ég ekki að segja að þetta stríð bindi enda á hryðjuverk, þau munu aldrei hætta og það verður aldrei heimsfriður hvað sem menn segja en við verðum einhvernveginn að halda þessum mönnum í skefjum þó það sé varla hægt nema upp að vissu marki. Svo ég taki nú dæmi eru sérsveitarmenn bandaríska flotans (Navy SEAL) enn að vinna í því að uppræta andspyrnu í Afghanistan og hvað varðar írak mun það líklega verða langur og mjög svo blóðugur bardagi. En þegar/ef honum lýkur mun heimurinn vera mikið betur settur.
Takk fyrir mig