Ég persónulega er sterklega á móti þessum lögum. Ég reyki ekki og hef ekki gert það, en að banna allar reykingar á almennum veitingastöðum er stórt skref afturá bak í frelsinu sem við höfum. Við börðumst við Dani til að fá frelsi. Og nú þegar valfrelsi er í hámarki og manneskjan getur valið um nánast allt, þá eigum við ekki að geta valið um hvort við viljum reykja eða ekki.
Það er fáránlegt að alþingi geti tekið af okkur þetta frelsi um hvað við viljum gera, þetta er skref aftur á bak í valfrelsi okkar.
Sagt er að þetta hafi ekki haft nein áhrif á rekstur veitingastaða í Írlandi en raunin er sú að það er ekki hætt að reykja á þessum stöðum, það er bara búið að færa reykingarnar út í skála sem er búið að byggja fyrir reykingafólkið, sem eru illa loftræstir og fara því enn verr með reykingarfólkið.
Fólk talar líka um að það sé tillitsleysi að fólk sé að reykja á veitingastöðum, en er það ekki tillitsleysi að taka ekki tillit til þeirra sem eiga við þessa fíkna að stríða, öll höfum við okkar veikleika.
Svo kvartar fólk líka undan því að maður “neyðist” til að sitja í stybbu og ógeði, en ég vil minna fólk á að það eru reyklaus veitingahús og kaffihús í Reykjavík, afverju ekki að fara á þau frekar og styrkja þá frekar opnun fleiri þannig kaffi/veitingahúsa.
Einnig hefur starfsfólkið val um það, hvort það vilji vinna þarna eða ekki.
Og er þetta ekki bara það sem fólkið vill?
Það var opnaður reyklaus skemmtistaður á Akureyri, fór hann ekki á hausinn? (ekki það að ég sé búin að kynna mér málið það vel)
Hingað til hef ég orðið vör við það að reykingarýmin eru oftast frekar afmörkuð og vel loftræst (eins og vera skal) þannig þetta hafi ekki nein mikil áhrif á þá sem kjósa að reykja ekki.
Því þetta er ekkert annað. þetta er okkar val, viljum við reykja eða ekki?
Viljum við fá að velja hvað við gerum eða ekki.
Valfrelsið er okkar og ég vona að íslendingar láti ekki traðka á sér og rétti sínum.
Já einnig vil ég bæta við að það er fáránlega léleg reykingarforvörn að hækka verðið á sígarettu pakkanum, fólk lætur ekki peninga hindra sig í að stunda fíkn sína (lítum bara á eiturlyfja neitendur, ekki hugsa þeir um hvað næsti skammtur kostar.)
Held að landið þurfi virkilega að fara að endurskoða reykingarforvarnir sínar!
Quod Est Ante Pedes Nemo Spectat: Coeli Scrutantur Plagas