Í upphafi átti þetta að vera svar við grein Gulag um Kjarnavopn hér að neðan en eftir nokkur orð ákvað ég að skrifa grein um það sem mér finnst og nokkrar staðreyndir í þessu máli. Ég vil byrja á því að taka það fram að ég er mjög á móti utanríkisstefnu Bandaríkjana.

Gulag segist ekki skilja í grein sinni hver tilgangur herstöðvar Bandaríkjahers hér á Íslandi væri. Þannig er nú mál með vexti að þessi herstöð er í meginmáli fjarkskipta og eftirlitsstöð NATO sem bandaríkjaher rekur. Það er yfirstjórn NATO sem ræður þar öllu sem fram fer en hinsvegar er það ríkisstjórn Bandaríkjanna sem ákveður hvort að Bandaríkin vilji reka þessa herstöð áfram. Svona er þetta á mörgum stöðum í heiminum og í okkar tilfelli ætlar NATO að loka stöðinni ef Bandaríkjamenn vilja ekki reka hana. Hérna áður fyrr var þessi herstöð varnarstöð fyrir Íslendinga ef ske kynni að einhver vildi gera okkur mein. Þannig er það bara ekki í dag, það er ekkert ríki í heiminum sem fer í stríð án þess að einhver viti af því allavega svona mánuði áður. Sem dæmi um það er Íraksstríðið.
Þar sem eru stríð og styrjaldir annarsstaðar í heiminum er komið út af áralöngu ósætti milli tveggja þjóða, yfirgangi annarar þjóðar gegn hinni og svo framvegis. Má þar nefna deilur Palestínumanna og Ísraela og deilur Pakistana og Indverja og fleirri fleirri stríð sem eru í gangi í Afríku. Ísland í dag ekki á neinu hættusvæði, ólíkt því sem var fyrir 50-60 árum síðan þegar Ísland gengdi lykilhlutverki í seinni heimsstyrjöldinni og kaldastríðinu. Menn hafa oft leitt hugann að því hvað hefði gerst ef Þjóðverjar hefðu náð Íslandi í seinni heimsstyrjöldinni. Flestir vilja meina það að stríðið hefði ekki endað eins og það gerði vegna þess að þá hefðu Þjóðverjar verið komnir algjör yfirráð yfir Atlantshafinu. En nóg um það. Það sem ég er að segja að það er enginn tilgangur fyrir að vera með einhverjar varnir hér á landi, ef einhver ætlaði sér að hertaka landið myndi sá hinn sami gera það á nokkrum dögum án þess að mæta nokkurri andspyrnu og þar af leiðandi myndu fáir jafnvel enginn deyja. Það er mjög dýrt að halda úti vörnum fyrir heilt land og flestir með vit í kollinum sjá það strax að er alveg út í hött að gera það á Íslandi. Þess vegna skil ég alveg afhverju Bandaríkjamenn vilja fara.

En þá kem ég að því afhverju viljum við halda þeim hérna? Jú, þessi blessaða herstöð skipar stórann sess í atvinnulífi á Suðurnesjum og vinna u.þ.b 2000 íslendingar þar í dag en fer fækkandi. Ef herstöðin færi burt myndi það ekki bara vera tjón fyrir Suðurnesjamenn heldur allt landið. Herstöðin rekur slökkvilið sem er fyrir báða flugvellina og er það mjög dýrt að reka heillt slökkvilið sem við myndum þurfa að gera ef þeir færu. Gríðarlega mikil skipaumferð er hingað til lands vegna herstöðvarinnar sem og flugumferð og það getur enginn sagt mér það að það væri bara gott ef þessi herstöð færi. Það væri alveg skelfilegt! Og þar að auki munar okkur ekkert um að hafa einhverja gaura að bóna eina tvær flugvélar í herstöðinni, þetta er nefnilega ekkert fyrir okkur.

Gulag sagði einnig í grein sinni að nokkur herskip frá Rússlandi hefðu siglt upp að ströndum Íslands og að Bandaríkjamenn höfðu bara ekki gert neitt! Hvað áttu þeir eiginlega að gera? Sökkva skipunum? Hertaka þau? Ég veit ekki betur en að Bandaríkjamenn hafi fylgst gramt með þessum flota frá því að hann lagði úr höfn frá Múrmansk í Rússlandi 6 vikum áður. Eftirlitsflugvélar NATO, nánartiltekið frá Noregi og Bandaríkjunum(flugvélin er með aðsetur á Grænlandi) flugu daglega í kringum þessi skip til þess að athuga hvað væri í gangi og auðvitað var ekkert verið að blása það eitthvað upp, Rússnesk herskip bara á einhverri æfingu eða eitthvað, ekkert óeðlilegt við það. Mín kenning er reynar sú að Pétur Mikli hafi bilað eitthvað eins og svo gjarnt er hjá Rússum. En hvað með það þó að þessi skip hafi verið eitthvað nálægt Íslandi? Þau liggja oft, þessi sömu skip undan ströndum Noregs og ekkert eru þeir eitthvað að grenja út af því.

Hvert mannsbarn ætti að vita það að Kim Jung Il er snargeðveikur og engu skárri en verstu einræðisherrar sem uppi hafa verið. Í N-Kóreu lifir ekkert villt dýr, vissuði það? Það er búið að veiða öll dýr, meira að segja litla smáfugla til matar vegna þess að það eru næstum því allir sem búa í N-Kóreu að svelta. Afhverju eru þau að svelta, það er vegna þess að Kim Jung Il er að byggja einhver kjarnavopn til þess svala eigin áhuga á því að gera N-Kóreu að stórveldi, sem í rauninni getur aldrei gerst vegna þess að Rússland, Kína, Japan og Bandaríkjamenn horfa allir niður á þetta litla land sem mér finnst ekkert skrítið. Þeir eru búnir að gefa það út að þeir eru að framleiða kjarnavopn og um leið vildu Rússar, Kínverjar, Japanir og Bandaríkjamenn funda með þeim, ef þeir neituðu því yrði þeim refsað með því að lokað yrði á alla matvæla og hjálparaðstoð til þeirra. Og það var gert, ég veit ekki betur en þetta hafi verið í fréttum í síðustu og þar síðustu viku. N-Kórea er engan vegin ábyrgt fyrir því að eiga kjarnavopn fyrst að þeirr geta ekki einu sinni hugsað um velferð og velmegun í sínu eigin landi. Hvernig ætli þeir hugsi til þeirra landa sem kjarnavopnin eru smíðuð fyrir miðað við hvernig þeir hugsa um sína eigin íbúa?

Mér finnst ekkert skrítið að önnur lönd eins og td. BNA og Japan séu eitthvað að reyna að stöðva þetta hjá N-Kóreu, ríkisstjórnin þar er snargeðveik og það veit enginn hvað getur gerst ef þeir fá sínu framgengt. Allt varðandi N-Kóreu í utanríkisstefnu BNA er ég sammála en um aðra hluti má deila um.

Að lokum vil ég benda nokkrum notendum huga.is á það að stjórendur þessa vefsvæðis eru alveg starfi sínu vaxnir og geta alveg leyft sér að banna notendur eða eyða svörum hérna út. Síminn á þennan vef og getur hann leyft sér að gera hvað sem hann vill á þessu áhugamáli sem og öðrum. Vefstjóri og fleirri eru starfsmenn Símanns og þess vegna er út í hött að kalla þá fasista.

Nú skora ég þá sem eitthvað um þetta mál hafa að segja og geta rökstutt svör sín að svara hér fyrir neðan. Ég tel mig hafa rökstutt skoðanir mínar vel.

Kveðja
Otti Sigmarsson
“He's not the Messiah! He's a very naughty boy” - Terry Jones, Life Of Brian