Kæru hugarar:
Flestir þar með talið ég vilja hjálpa fíkniefnaneytendum, það verður seint talið gott að vera háður fíkniefnum og fá okkar vilja lenda í þeirri stöðu. Það er vinsæl skoðun að vilja hjálpa svona fólki og flestir bera hana með sér þó svo að þá greini oft á um aðferðafræðina. Þó svo að fólk beri ekki sömu skoðanir og ég á því hvaða aðferða fræði skuli vera beitt þá á það hrós skilið fyrir að láta sér annt um þá sem verða illa úti. Ég er ekkert að fara tala um að lögleiða eiturlyf á næstu 5 mín bara að diskútera þennan valmöguleika við ykkur.
Það er ekki til nein “ofur lausn” á fíkniefnavandanum fólk verður að átta sig á því. En hinsvegar gæti verið að sum aðferðafræði við að vinna á vandanum leiði afsér enn verra ástand en ella. Í þessu samhengi er ég að meina bann við fíkniefnum, ég átt mig á því að skoðanir mínar í þessum efnum standa uppúr enda frekar óalgengt að fólk hallist að því að lögleiða eiturlyf.
Fólk vill öryggi, ótti getur verið sterk hvöt. Ég hef rætt þetta við ýmsa ættingja mína, sumir hlaupa strax til varnar banni við fíkniefnum sem er kannski skiljanlegt. Algeng finnst mér að sú skoðun að fíkniefna neysla myndi margfaldast meðal ungmenna og það sé verið að gefa einhver hræðileg skilaboð til ungmenna með því að lögleiða fíkniefni.
Ég hef miklar efasemdir um að hassneysla myndi aukast mikið við lögleiðingu, veit allavega um tvo sem neyta kannabis efna og ég veit ekki til þess að bann við fíkniefnum sé eitthvað að stöðva mig í að ná mér í kannabis, en ég hef nefnilega ekki áhuga á því að neyta þess efnis en það væri ekki mikið mál fyrir mig að nálgast þetta. Þetta með að það sé verið að senda einhver slæm skilaboð útí þjófélagið með lögleiðingu þessa efnis finnst mér furðuleg. Fá krakkar þá hugmynd að framhjáhald sé eitthvað sem er eðlilegt og allt í gúddi bara ef þeim er ekki refsað fyrir það ? Það efa ég stórlega og dreg það einnig stórlega í efa að það væri verið að senda út þau skilaboð með lögleiðingu t.d. kannabis efna.
Fyrir stuttu horfi ég á þátt frá BBC sem hét “If drugs were legal” þar voru birt viðtöl við fólk sem mælti með því að fíkniefni væru lögleg þar á meðal fyrrverandi yfir lögregluþjónn Francis Wilkinson. Í þættinum kemur framm að 1/3 af öllum auðgunarbrotum í Bretlandi séu tengd fjáröflun fyrir heróíni, þessir glæpir væru frekar tilgangslausir ef heróín fíklar gætu fengið sinn skammt án þess að þurfa að stela eða selja sig fyrir honum. Einnig væri framleiðsla eiturlyfja í öruggari höndum og styrkleiki efnanna væri vitaður og ég efast um að efnunum væri blandað við eitthvað eitrað eins og maður hefur heyrt af.
Það er mikilvægt að gera krökkum grein fyrir því að það verður búist við að þeim að taka ákvarðanir fyrir sjálfa sig þegar að því kemur. Með því að banna hitt og þetta er frekar finnst mér verið að gefa það í skyn að þessir krakkar verði aldrei hæf til að taka ákvarðanir fyrir sjálfa sig. Einnig finnst mér of mikið að það sé verið að reka of mikinn hræðsluáróður gegn fíkniefnum (í víðum skilningi) til að mynda bara venjulegu áfengi “Þú sérð svona eftir einn bjór !” síðan var sýnt mynd sem var meira úr fókus en þegar ég tek af mér –3,5 gleraugun mín og horfi á jólatré með fullt af ljósum. Þegar ég sá þessa mynd fyrst hafði ég ekki einu sinni drukkið en hugsaði strax með mér “Kjaftæðis áróðursbull” sem þetta að sjálfsögðu var, þetta finnst mér ekki beinlínis traustvekjandi.
Kær Kveðja, Kikyou