Ég skal segja þér það Girlygirl að ef það heillar þig eitthvað að stunda amatörvændi og finnst það eitthvað sniðugt, þá máttu það fyrir mér.
En sannleikurinn er sá að í samfélagi með eins brengluð og hræsnisfull viðhorf til kynhegðunar og ríkir hér á vesturlöndum, stunda fáir raunverulegt vændi nema í sárustu neyð og örvæntingu. Það er nú einusinni þannig litið á í okkar menningarheimi og hugmyndaheimi flestra, að þegar þú ert búinn að selja líkama þinn öðrum, þá megi þessi viðkomandi gera hvað sem honum/henni sýnist við þennan “hlut” sem hann/hún var að kaupa. Við búum því miður við raunveruleika sem lítur á líkamann, og þá sérstaklega kvenlíkamann, sem varning. Ég er ekki að tala í einhverri algildri eða persónulegri merkingu, heldur óhlutbundið.
“Vændi” (eins óljóst hugtak og það er) hefur í rauninni alltaf verið stundað. En það hefur verið stundað á mörgum ólíkum forsendum, stundum jafnvel nokkuð í hag þeirra sem það hafa stundað, en þær forsendur sem eru ríkjandi á vesturlöndum (Íslandi) í dag eru þess eðlis að það sem kallað er “vændi” er aðeins birtingarmynd annarra og stærri vandamála sem dýpra liggja og eru erfiðari viðfangs.
Það sem þú ert að leggja til er mjög algengur “hlutverkaleikur” sem mörgu fólki finnst spennandi. Og það er ekkert að því. En það er ekki sama Vændi og Vændi, og ég vil benda á það. Ef þú færir af stað og kynntir þér manneskjur sem stunda vændi í þeirri merkingu sem er til viðmiðunar í fjölmiðlum. Þá myndirðu sjá dáldið ólíka mynd en þú ert með í kollinum núna.
Auðvitað geta hlutirnir breyst. Við gætum lögleitt vændi, fengið vændiskonum/mönnum réttindi, stéttarfélag, lífeyrissjóð og tryggingu fyrir öryggi, virðingu og réttindum í starfi, þá lægju hlutirnir dáldið öðruvísi við. En veistu eitt? Ég held þá að hitt “vændið” sem þrífst á eymdinni, myndi ekki hverfa, því að eftirspurnin eftir manneskju til að misbjóða mun ekki minnka, svo lengi sem grundvallarbreytingar verða ekki í samfélaginu. Ég tel ekki að það myndi leysa nema lítinn hluta “vandamálsins”.
Það er allavegana mín skoðun. Annars er þetta vert umræðuefni og alltaf hitamál.