Á þessum tímum virðist eins og það sé orðin heljarinnar þraut fyrir unglinga að sleppa í gegnum grunnskólann og menntaskólann án þess að byrja að reykja!!
Þetta byrjar allt í partýum þar sem að maður fær sér eina eða tvær eða 14 sígarettur!! Ég geri þetta meira að segja en ég á mjög góðann kost. Mér finnst alveg ógeðslegt að reykja þegar ég er ekki fullur. Þegar ég er fullur er það bara “Whatever, light it up!!” en svo þegar ég er alls ekki undir áhrifum áfengið er þetta bara það ógeðslegasta sem til er.
Ástæðan fyrir að ég skrifa þessa grein í dag er að í dag held ég að ég sé alveg klár á því að vinur minn hér í Svíþjóð sé byrjaður að reykja.
Hann var alveg óður í gær og þurfti á sígarettu að halda en í dag keypti hann sér pakka og reykti hann allan með nokkrum í bekknum mínum sem að reykja í rauninni ekki, þeir reykja bara í partýum eins og ég og allir vinir mínir og verða svo vanabundnari á hverjum degi.
Þegar ég sá alla vini mína reykja í dag þá hugsaði ég……nei veistu, ég hugsaði ekki neitt því að mér er alveg sama núna!!
Fyrir eins og 3-4 árum var mér sama og þá horfði ég á nýjar og nýjar manneskjur byrja að reykja og fannst þetta svo sjokkerandi og sorglegt en núna er ég búinn að sjá svo ótrúlega margar manneksjur byrja að reykja að mér er alveg andskotans sama um þetta!!
Ég heng með reykjandi fólki. Ég heng með þessu fólki því að það eru varla til reyklausir vinahópar lengur!!
Núna er ég búinn að tala um kk vini mína sem eru á leiðinni að byrja að reykja en verð líka að nefna að meirihluti þeirra sem að reykja í Svíþjóð eru kvennmenn, þannig að þær eru enn verri.
Ég segi nú bara takk við guð að ég get ekki reykt því mér finnst það svo ógeðslegt.
Ég held líka áfram að vera alveg sama um þetta.
Á maður að gera eitthvað í þessu eða á maður að gera eins og ég og skipta sér ekki að þessu??
Kv. StingerS