Þessi grein var eflaust mjög vel meint en innihaldið var samt frekar illa skipulagt og vantaði einhvern ákveðinn tilgang. En hér er mín skoðun:
Enginn hernaður á rétt á sér. Eina ástæðan fyrir því að sumir komast upp með að drepa hvern sem þeir vilja er að þeir eru viðurkenndir af öðrum eins heilalausum (þjóðar)leiðtogum og geta þessvegna kallað þetta hernað. Skæruhernaður og sjálfsmorðsárásir byrja vegna þess að “viðurkenndir” herir fá að troða á fólki án þess að alþjóðasamfélagið spái neitt í því. Bandaríkin hafa stutt við bakið á Ísraelsher og öllum finnst skæruhernaður Palestínumanna vera mun verra fyrirbrigði, jafnvel þótt að Ísraelsmenn drepi mun fleira saklaust fólk og stundi mun ómannúðlegri aðgerðir (t.d. að riðja niður hvert íbúðarhverfið á fætur öðru með stórvirkum vinnuvélum).
Á miðvikudagskvöldið var sýnd á RÚV heimildarmynd um Palestínu sem endaði á því að (eða öllu heldur vegna þess) að aðal myndatökumaðurinn var skotinn, en ekki þó af skæruliðum heldur af Ísraelsher, og þó var allt kvikmyndatökuliðið í vel merktum búningum frá Sameinuðu Þjóðunum UN. Ef skæruliðar hefðu skotið hann hefði það verið MORÐ, en vegna þess að Ísraelski herinn skaut kúlu í gegnum hálsinn á honum er hann bara hvimleitt “slys” í stríði. Margir myndu nú koma með þau móttrök að þau hefðu ekki átt að vera að laumast í myrkri þarna, en ég segji á móti: HVAÐ ER ÍSRAELSKI HERINN AÐ GERA AÐ SKJÓtA Á ALLT SEM HREYFIST Í MYRKRINU er það þannig sem þeir eru að reyna að minnka árásir á sig. Ég hef alltaf haft samúð fyrir gyðingum eftir helförina, en þeir eru næstum því búnir að gera það sama í dag. Og ástæðan fyrir þessu er að eftir seinni heimstyrjöld hjálpuðu Bretar og USA gyðingum að stofna nýlendur í Palestínu þar sem að hið forna Ísrael var víst og öllum fannst sjálfsagt að Ísraelar endurheimtu landið sem þeir yfirgáfu fyrir mörg hundruð árum. Ég ætlaði nú ekki að missa mig í þessu Ísraelsmáli en hvet alla til að kynna sér landafræðilega sögu Palestínu eftir seinni heimstyrjöld
upplýsingar frá CIA og að velta því fyrir sér hvort það væri réttlætanlegt ef við (Íslendingar ) snerum aftur til Noregs og/eða Írlands og myndum heimta landið sem við yfirgáfum eða seldum fyrir mörg hundruð árum aftur? jafnvel þó einhver hefði reynt að útrýma íslensku þjóðinni eða ef landið væri að sökkva í sæ. Við myndum ekki heimta aftur allar jarðirnar sem forfeður okkar áttu?
Lokaniðurstaðan er spakmæli sem ég heyrði nefnt í sambandi við það sem Bandaríkjamenn eru að gera um allan heim: “Þú getur komist upp með allt sem þú villt ef þú gerir það á nógu stórann mælikvarða.” Þeir einu sem geta gert eitthvað í þessu erum við, kjósendur. Svo opnið ykkar eigin augu og hjálpið svo hinum. Það byrjar allt á litlum hlutum, manns nánasta umhverfi og eftir það kemur heimurinn allur. Ég leifi mér að minna á það að Adolf Hitler var lýðræðislega kjörinn og kom því svo þannig fyrir að hann varð einræðisherra, en Þýska þjóðin studdi hann og aðrar þjóðir kusu leiðtoga sem studdu hann, vegna þess að öllum finnst auðveldara að fylgja í blindni en að mótmæla með rökum. Það er margt svipað með George W. Bush í dag og fylgismönnum hans (DAVÍÐ ODDSON) Getur Bandaríska ríkisstjórnin leyft sér að drepa tugi eða hundruðir þúsunda án þess að nokkuð sé aðhafst? Já, á meðan að meirihlutinn fylgir honum í þeirri blindni að það sé verið að hefna fyrir hryðjuverkin í USA jafnvel þótt að miklu fleiri saklausir írakar hafi látið lífið en dóu í WTC og Pentagon fyri utan það að ekkert gerir almenning í Írak ábyrgan fyrir 9/11.
FELLUM KERFIÐ SEM ER AÐ DREPA HEIMSBYGÐINA ÁÐUR EN ÞAÐ NÆR OKKUR. ÞAÐ HEFST EKKI MEÐ OFBELDI. VOPNIÐ ER TUNGAN , PENNINN OG SJÁLFSTÆÐ HUGSUN. EKKI LÁTA AÐRA ÁKVEÐA FYRIR ÞIG ÁSTÆÐUR FYRIR ÞVÍ AÐ KJÓSA EINHVERN SEM ÞINN FULLTRÚA.
En svo ég víki aðeins aftur að greininni frá lobsterman þá veit ég ekki alveg hvað þú varst að fara, þú vissir greinilega af öllum stafsetnigarvillunum og dróst þannig úr trúverðugleika þínum. Ef þú varst að reyna að nota stíl Laxness misheppnaðist það herfilega og endapunkturinn sem undirstrikaði það var gefa það síðan í skyn að þú vissir af öllum stafsetningarvillunum. Svo ekki sé minnst á það að það á ekki að imitera snilling eins og Laxnes það er óoriginal og dregur úr þínum eigin trúverðugleika að reyna að feta í spor hans, fyrir utan það að ég tek ekkert eftir því þegar ég les Laxness og hann skrifar t.d. lángar eingum manni í brennivín og skánka en það sést um leið þegar maður les greinina þína að eitthvað er ekki í lagi, þannig að reyndu að skkapa þér þinn eigin karakter eða hleypa því sem til er út!
Trúið því sem þið viljið, ekki falla í “mikla” freistni en akki falla í fjöldann og tilbreytingarleysið því það er rót stöðnunar og ranghugmynda.
Ykkar HAddi
Post Scriptum : Ég set eingar tilvitnannir í Laxness hér vegna þess að ég nennti ekki aðfletta neinu upp og skáldaði þetta bara en þetta eru dæmi um orð sem hann notar mikið í bókum sínum og skrifar jafnan svona.