Jæja.
Nú hef ég fengið mig fullsaddann af þessari bensínumræðu. Það sem ég skil ekki er hversvegna við Íslendingar tökum okkur ekki saman einu sinni og MÓTMÆLUM. Þá meina ég ekki að skera sundur nokkrar leiðslur á bensíndælum hingað og þangað um bæinn, það flokkast seint undir mótmæli, frekar skemmdarverk.
Á sumum stöðum erlendis þar sem svipaðir bensínhækkanir hafa átt sér stað, hættir fólk einfaldlega að taka bensín. Það notast að við almenningsamgöngur, hjól og tvo jafnfljóta þar til bensínfyrirtæki gefa eftir og lækka verðið að nýja.
Nú er þessu “verðstríði” lokið á bensínstöðvunum og bensínið orðið næstum því jafndýrt og áður. Þetta var aðeins smá leiksýning fyrir okkur neytendur til kaupa frið. Ég veit að fyrir mína parta, þá mótmæli ég á þann hátt að taka eins lítið bensín og ég kemst upp með og þá þar sem það er ódýrast og geng og tek strætó eins og ég get.