Ah, þar gerir þú mistök. Stærðfræðilegur óendanleiki er allt annað en ‘praktískur’ óendanleiki, því að ef stærðfræðilegur óendanleiki væri sá sami og sá eðlisfræðilegi, þá mundi ekki vera til neinar endanlegar tölur, og öll stærðfræði sem við þekkjum mundi vera bull.
Eðlisfræði fjallar hinsvegar mikið um óendanleikann, þ.e. fræðileg eðlisfræði, og er það mjög gott.
Það væri gaman ef þí útskýrðir hvernig munurinn á stærðfræðilegum og eðlisfræðilegum óendanleika er.
Og svo er það hvernig menn líta á óendanleikann ekki jafn einfalt og þú segir. T.d. þá hefur Stephen Hawking stungið upp á öðruvísi óendanleika en þessum sem menn hafa hugsað sér. Alheimurinn er þannig fjórvíð kúla sem þenst út eftir því sem tíminn líður. Og eins og hægt er að ferðast óendanlega á yfirborði þrívíðrar kúlu, nema hvað maður kemur alltaf aftur á upphafsreit, þannig muni ferðalag í eina átt virka í óendanleika alheims okkar.
Þú verður einnig að átta þig á því að stærðfræði er grunnur eðlisfræðinnar þannig að ef stærðfræðin er bull þá er eðlisfræðin bull.
Og hvernig færðu það út að óendanleikinn passi inn í eðlisfræðina í ljósi þess að þú sagðir áðan að
“óendanleiki er ekki vísindalegt hugtak, ekki stærðfræðilegt hugtak og svo sannarlega ekki líffræðilegt hugtak - það er trúarlegt og heimspekilegt hugtak”?
Ah, þá skil ég. En sjáðu til, ég er á þeirri skoðun að þetta sé nákvæmlega það sama - bara spurning um vísindalega útsetningu eða trúarlega útsetningu. Kenningar um þetta efni eru ansi erfiðlega skilgreindar í orðum - svo þeir bjuggu til dæmisögur, sem eru stórmerkilegar út af fyrir sig - finnst mér, þ.e.a.s. Mér hefur reyndar alltaf fundist gaman af hlutum sem meika ekkert sens. :)
Munurinn er sá að trúarlega útsetningin er byggð á tilfinningum manna, og kannski stöku sinnum geðveiki, en vísindalega útsetningin er byggð á rökum, afsannanlegum rökum og að á meðan gagnrýni á trúarlegu útsetninguna er óvinur hennar þá er gagnrýni á vísindalegu útsetninguna hornsteinn hennar.
Tja, Jesú segir suma hluti og aðra hluti segja þeir sem skrifa guðspjöllin - það er skýrt greint á milli.
Að sjálfsögðu getur það vel verið að Jesú hafi verið tilbúningur - satt er það. En skiptir það í raun og veru máli? Ef Jesús var skáldsagnapersóna sagði sú falska persóna samt stórkostlega hluti - dæmisögur Jesú eru líklega rosalegustu siðfræðikenningar sem þekkst hafa. Fólk áttar sig ekki á því hvað það sem Jesú gerði skipti miklu máli fyrir söguna því að breytingar hans þykja sjálfsagðar í dag.
Ég sé ekki hvernig það er hægt að vera ekki hrifinn af því sem Jesú sagði - allt sem hann sagði er gott og gilt, treystu mér. Það er bara biblían í kring sem er sori og fjári - allt sem viðkemur skoðunum þeirra sem bókina skrifuðu og allt sem ekki segir frá lífi Jesú sjálfs.
Í rauninn ekki því að flestallar kenningar Jesú hafa komið áður fram í sögunni, gott dæmi um það er “Allt sem þér viljið, að aðrir menn gjöri yður,
það skuluð þér og þeim gjöra.” Það að segja að hann hafi markað tímamót hjá mannkyninu siðfræðilega er einfaldlega rangt. Hvað er það að þínu mati sem að hefur svo batnað svakalega eftir Krist?
En ef við komum að skoðunum mínum á heimspeki hans þá skal ég nefna nokkur dæmi um af hverju ég er á móti henni. Hann átti að hafa sagt að þeir sem ekki fylgdu honum ættu skilið að brenna og að þeir sem trúi ekki á hann séu einfaldlega aumingjar. Að
hann kæmi ekki hingað til að færa frið heldur sverð, ekki sameiningu, heldur sundrungu. Að sá sem elskaði fjölskyldu sína meira en Jesú gæti ekki orðið lærisveinn hans, svo örfá dæmi séu tekin. En auðvitað skiptir sá sem sagði þetta ekki öllu máli, heldur er það boðskapurinn.
Kenningar Jesú, hvort sem hann var til eða ekki, breyttu engu um siðfræði mannkyns, hvorki til hins betra né verra(þrátt fyrir að þær hafi haft mikil áhrif á öðrum sviðum).
Ekki alveg - ég vil meina að ef Jesú væri á lífi í dag mundi hans fyrsta verk vera að losa sig við kirkjustofnunina eins og hún er, strax. Kirkjan vill að sjálfsögðu ekki koma nálægt því.
Vissir þú að orðið ‘kirkja’ kom aldrei fram á varir Jesú? Hann sagði við Pétur ‘þú skalt vera steinninn sem ég byggi ríki mitt á’ eða eitthvað þannig (og hann meinti ekki neitt síonríki fyrir útvalda, hann vildi einfaldlega steypa rómverskri stjórn og koma á frjálsu ríki í Júdeu) og Pétur að sjálfsögðu þýddi það á sinn eigin hátt og bjó til fjáröflunarstofnunina kirkjuna.
Já, núna skil ég. Ef ég væri í hans sporum þá
myndi ég gera það sama.
Já, ég kannast við þessu sögu um Pétur og klettinn en veit ekki nógu mikið um þetta til að geta sagt af eða á um hvort þetta sé rétt(örugglega hægt að deila mikið um þetta).
Ég hélt að við skildum alveg ágætlega hvernig svarthol virka - við skiljum bara ekki alveg part þyngdaraflsins í öllu þessu. En það er annað mál, því að svarthol er eitthvað fræðilegt sem hægt er að pæla í útfrá lógísku sjónarmiði - hvort sem það sé stærðfræði, eðlisfræði, stjörnufræði eða nokkuð annað. Það er endanlegt hugtak.
En upphaf lífs fjallar um allt annan hlut - hvot heimurinn sé endanlegur eða ekki - og hvernig getur þú reiknað það út þegar óendanleiki er ekki einu sinni til sem stærðfræðihugtak nema til að tákna áttirnar á endanlegri talnalínu?
Nei, það er víst ennþá mjög umdeilt hvernig svarthol virka. En kannski var þetta ekki besta dæmið sem ég hefði getað komið með, kannski hefði “Dark matter” verið betra dæmi(það er ef þú kannast við það).
En upphaf lífs kemur því ekkert við hvort að heimurinn sé endanlegur eða ekki. Líf er ekki einhver sjálfsagður hluti alheimsins, alheimurinn gæti allt eins verið til án þess að nokkurt líf væri til. En af einhverri ótrúlegri ástæðu varð það til hér á jörðinni, og mögulega á fleiri stöðum. Og ef líf er aðeins til á jörðinni og mun aldrei verða til neins staðar annarstaðar þá mun allt líf í alheiminum eyðast þegar sólin gleypir í sig sólkerfið okkar og alheimurinn mun halda áfram
án lífs.
Lífið byrjar og lífið endar en alheimurinn heldur áfram, án lífs.
Góða nótt, ég er farinn að sofa og við sjáumst á morgun ;)