Hvaða dýrkun er þetta hjá íþróttadeild sjónvarpsins á norðmönnum???
Það er eins og maður sé að horfa á norska sjónvarpið þegar norðmenn eru að spila einhversstaðar. Þetta var gríðarlega áberandi í leik norðmanna og króata í milliriðli á HM.
Þeir sem lýstu leiknum létu eins og íslenska liðið væri að spila og fögnuðu hverju marki norðmanna með hástemmdum lýsingarorðum og hrópuðu ææ ææ þegar króatar skoruðu.

Ég verð að segja að boltalandslið norðmanna eru hverju öðru leiðinlegra. Þeir spila þunglamalegan háloftabolta á knattspyrnuvellinum og handboltalið þeirra getur sjaldnast mikið þótt þeir hafi að vísu spilað ágætlega á þessu móti.
Króatíska liðið á HM er hinsvegar frábært og sýnir oft stjörnuleiki. Þeir eru líklegir til að vinna mótið. Hvers vegna í ósköpunum að vera að hvetja norðmenn, mér og eflaust öðrum sjónvarpsáhorfendum til leiðinda. Norðmenn hafa sjáldnast lagt okkur lið í einu eða neinu og verðskulda ekki að við leggjum þeim lið. Ekki meira af svona takk fyrir!!!