Kynferðisglæpir gagnvart börnum hafa verið mjög áberandi í fréttum undanfarið. Svo virðist sem að þessir glæpir verði æ algengari, þó svo að umræða sé líka orðin mun opinskárri í samfélaginu.
Mér er mjög minnistætt þegar fyrrverandi lögreglumaður og fyrrverandi starfsmaður í félagsmiðstöðinni á Patreksfirði var ákærður fyrir afbrot gegn 7 drengjum og sakfelldur fyrir brot gegn 5. Ég man líka eftir því að fyrir nokkrum árum heyrði ég frétt um mann í Afríku sem að nauðgaði 9 mánaða gamalli dóttur sinni svo svakalega að hún lést nokkrum vikum síðar. Það hefur þó líklega aldrei gripið um sig jafnmikil hræðsla og þegar Steingrímur Njálsson braut sem mest af sér. Hann er án efa ógeðslegasti og harðsvífasti barnaníðingur Íslands og er gott dæmi um að þeir brjóti alltaf aftur af sér.
Rannsóknir hafa sýnt að um 80% kynferðisglæpa manna brjóta af sér aftur að lokinni fangavist. Þeir sem að brjóta svona af sér á að loka inni fyrir lífstíð. Það sem að mér finnst að eigi að gera við svona menn samræmist ekki lögum samfélagsins og sú lausn sem að passar best inní ramma laganna er að loka þá af fyrir lífstíð.
í lang flestum tilfellum er þetta mjög vel skipulagt. Ferlið sem að þeir nota getur tekið nokkur ár, fyrst sjá þeir hvernig barnið bregst við léttvægum snertingum eins og stroku á öxl t.d og svo ganga þeir alltaf lengra og lengra. Þetta er lang algengast þar sem að einhver nákominn brýtur af sér. Í öðrum tilfellum leitar afbrotamaðurinn fórnarlömbin uppi, t.d á netinu, skólalóðum eða einhverstaðar þar sem að hann hefur aðgengi að börnum. Ræna þeir svo börnunum eða tæla þau með sér.
Þó að það geti komið fyrir að einhver einfaldlega missi stjórn á sér og nýti sér bara tækifæri sem að gafst, þá er það ekki oft sem að það gerist og ef að það gerðist einu sinni þá er ekki hægt að ábyrgjast að það gerist ekki aftur!
Áhættan sem að fylgir því að hafa svona einstakling í samfélaginu er of mikil því að það eru líf barna í húfi. Líf saklaus barns er mikilvægara en líf barnaníðings.
Ímyndið ykkur að barn/systkini ykkar myndi lenda í þessu! Hvernig mynduð þið bregðast við?
Er það virkilega þess virði að hleypa svona einstaklingum aftur útí samfélagið?