En núna, tveim dögum eftir viðtalið er Orkan komin með verðið upp í 98.3 kr.! semsagt 7 krónu hækkun….
Hva, gáfust þeir bara upp? er stríðið búið? eða var þetta allt saman plat? Olíufélögin og fjölmiðlar hefðu frekar átt að kalla þetta tilboðsviku á bensíni en ekki verðstríð.
AF HVERJU ákváðu þeir allt í einu að hækka sig svona svakalega? Mér sem fannst þeir vera komnir á svo gott ról. Mér finnst ég finna einhverja samráðslykt af þessu.
Ég veit að krónan er mjög veik eins og stendur, ríkið tekur 70% af allri bensínsölu, olíuverðið er hátt og allt það. En ég er samt ekki sátt! Ég er farin út að kaupa mér hjól.
Að sigra heiminn er eins og að spila á spil