Mig langar til að svara Lukas sem svaraði mér fyrr í svörum þessarar greinar.
– Svar Lukass byrjar –
“þar sem Íslands er blessunarlega ómerkilegt land og hefur sama og ekkert herkænskugildi í dag”
Ef það hefur sama og ekkert hernaðargildi í dag, af hverju voru þá bandaríkjamenn að uppfæra radsjákerfið fyrir stuttu fyrir miljarða á miljarða ofan.
Þú veist líka að þú finnur ekki fullkomnara radsjákerfi í heiminum í dag.
– Svar Lukass endar –
Quotið þarna er það sem ég sagði. Ég veit ekki með þetta *ratsjáarkerfi* (ekki radsjákerfi), en af ratsjáarkerfi stendur engin ógn. Ratsjár eru eingöngu til þess að fylgjast með kafbátum, hvölum og álíka. Þeir vilja setja ratsjá hingað vegna þess að hluti Bandaríkjahers er staðsettur hér, það er ekki vegna þess að þeir græða nokkurn skapaðan hlut á því að hafa þessa eyju undir sínu valdi ef kæmi til stríðs. Einnig væri ratsjárkerfi ekki eitthvað high-priority þegar kæmi til stríðs, enda tæki sem er eingöngu ætlað til upplýsingasöfnunar.
Eldflaugakerfi, er gert til þess að sprengja í tætlur, hence drepa, það sem hægt er að kalla ógn. Þetta myndar spennu, og gerir Ísland að skotmarki. Og það sem ég var að segja, var að Ísland hefur í dag þessa smáslettu af hermönnum hérna, og væri ekki mjög mikilvægur staður Bandaríkjamanna í stríði, en nú þegar nógu stórt skotmark andstæðinga Bandaríkjamanna. Þetta eldflaugakerfisplan frá Bush hefur hneykslað heiminn vegna þess að þetta apakríli virðist ekki gera sér grein fyrir því að þetta myndar spennu. Sérstaklega sökum þess að hann ákvað að hunsa sáttmála sem stjórn lands hans hafði skrifað undir, og það gerði hann án þess að spyrja kóng eða prest.
Að bera saman ratsjáarkerfi og eldflaugavarnakerfi er notlega… eins og að bera saman flugu og risaeðlu.