Mér þykir það sorglegt að þú skulir leyfa þér að kenna kvenmönnum svona um allt. Barnið valdi sér kannski ekki föður, en það valdi sér ekki beinlínis móður heldur. Börnin biðja ekki um að fá að koma í heiminn.
Ef að læknar og vísindamenn teldu ástæðu fyrir því að fóstureyðingar væru óæskilegar vegna þess að þetta væri orðið að barni, þá væri þetta ekki leyft.
Fóstureyðingar voru bannaðar í langan tíma í Bandaríkjunum hérna áður, og eina sem það hafði upp á sig var hreint alveg heill hellingur af ungum mæðrum, andvana börn fæddust vegna neyslu mæðra sinna, og fjöldamargar konur dóu eftir ólöglegar fóstureyðingar.
Það er ekki hægt að tala um “afleiðingar getnaðar” og kenna kvenmönnum um allt. Það tekur jú tvo til. Smokkurinn getur líka rifnað, auk þess sem pillan getur átt það til að hætta að virka ef þú tekur önnur lyf inn á við sýklalyf.
Tökum sjálfa mig sem dæmi. Ég á ekki að geta eignast börn, né kærastinn minn. Persónulega langaði mig aldrei neitt sérstaklega í barn, enda þótt ég væri orðin 18 ára þegar ég varð ólétt, fannst mér ég enn bara vera barn. Ég átti MJÖG langt í land hvað andlegan þroska varðaði, og ég er ekkert einsdæmi um það hérna á Íslandi. Börn eiga ekki að eiga börn.
Ég ákvað að fara ekki í fóstureyðingu, vegna þess að möguleikinn á því að ég gæti ekki eignast börn í framtíðinni er fyrir hendi.
Fóstureyðingar eftir nauðganir eru ekki óæskilegar eins og þú vilt halda fram. Ég veit um stelpur sem var nauðgað þegar þær voru á aldrinum 12 - 15 ára. Svo ekki sé minnst á andlegan skaða sem kemur í kjölfar nauðgunnar, þá er ekki hægt að ætlast til af manneskju sem er enn barn, að þurfa að taka við “afleiðingum getnaðar” þar sem getnaður átti sér stað án samþykkis hennar. Þú verður líka að hugsa um hagsmuni stelpunnar, og einnig barnsins þegar það er ORÐIÐ barn. T.d: er móðir barnsins almennilega í stakk búin til þess að hugsa um barnið og veita því gott líf og allt sem það þarf, bæði andlega og fjárhagslega? Er móðirin við það góða heilsu andlega sem og líkamlega til að geta borið barnið undir belti og fætt það með eðlilegum hætti? Er til staðar faðir barnsins sem er tilbúinn til að taka afleiðingum líkt og stúlkan, og vera til staðar fyrir barnið og veita því sem það þarf? Er menntun og almennilegt uppeldi barnsins TRYGGT?
Ég veit ekki um eina einustu stelpu sem hefur farið í fóstureyðingu án þess svo mikið sem að hugsa sig tvisvar um. Þær sem ég þekki og hafa farið hafa verið hreint alveg miður sín vegna þessa, en ég er þess fullviss að þær tóku réttar ákvarðanir. Flestar voru þær í skóla, og áttu eftir að klára sína menntun.
Svo er ekki hægt að koma þessu öllu yfir á konuna, vegna þess eins og oft hefur núna komið fram, að þá tekur tvo til. Hvar kemur faðir barnsins inní þetta allt saman hjá þér? Barnið þarf föður jafnt sem móður, líkt og við getnað. Bara vegna þess að konan gengur með barnið þá er það ekkert meira hennar ábyrgð heldur en föðursins. Því ef þú horfir á það þannig, þá er það fullur réttur stelpunnar að fara í fóstureyðingu. Þetta er hennar líkami, hennar líf, og e.t.v. er hún einfaldlega ekki tilbúin til að taka ábyrgð á annarri manneskju.
Þannig það sem ég er að segja, er, að stelpur ganga ekkert frekar um á milli bólfélaga án getnaðarvarna frekar en hitt kynið, og nota því ekki fóstureyðingar nema í ýtrustu neyð.
Ættleiðing er ekki lausn við fóstureyðingum. Þá er alveg eins hægt að eyða því, því að tilfinningaböndin sem myndast á meðgöngu á milli fósturs og móður eru gífurleg. Ég veit það að eigin raun, sem og fleiri mæður sem stunda huga.