Nokkrar útskýringar á stöðu mála:
Það sem að þjóðin stendur frammi fyrir er það að 4500 manna byggð á eyju við suðurströnd Íslands er að gera kröfur um nýjan samgöngumáta. Þetta er eðlilegt, þar sem að Herjólfur hefur verið endurnýjaður á 16 ára fresti síðan um 1954, og hefur hver endurnýjun hljóðað upp á c.a. 6.000.000.000, sem ríkið greiðir, og er næsta endurnýjun væntanleg um 2008, því næst 2024, svo 2024, 2040, 2056, 2072, 2088 og svo 2104, miðað við að sama hefð sé haldin við, en að lágmarki má gera ráð fyrir þremur endurnýjunum á næstu hundrað árum sem hljóðar upp á 6.000.000.000 * 3 = 18.000.000.000 krónur.
Reksturinn á Herjólfi hljóðar upp á 800.000 krónur ferðina, eða um 500.000.000 krónur á ári, en þar af greiðir ríkið 300.000.000 og hinar 200.000.000 koma inn úr fargjaldatekjum. Ferð fyrir einstakling fram og til baka með herjólfi er um 2.600 krónur, en fyrir stórar fjölskyldur er þetta fljótt að hlaupa upp í 10.000 krónurnar.
Það liggur fyrir, miðað við þessa skýrslu sem þessi verkfræðistofa á vegum Árna Johnssen gerði, að göng til eyja myndu kosta á bilinu 14.000.000.000 krónur til 16.000.000.000 krónur, að ótöldum rekstrarkostnaði upp á um 300.000.000-350.000.000 á ári, en þar af yrðu um 200.000.000 krónur tryggingar á göngunum (þessi tala er miðuð við tryggingarnar á Hvalfjarðargöngunum).
Göng eru almennt sögð duga í 100 ár, en engin teljanleg jarðgöng í heiminum hafa náð þeim aldri án þess að missa notagildi sitt til annarra samgöngumáta, þannig að það er með öllu óvíst hvað er gert eftir þann tíma. Ef til vill, eftir 100 ár, þá verður hægt að styrkja burðarþol gangnanna og þessháttar og nota þau í 100 ár í viðbót, en þetta mál þekki ég ekki.
En við erum að tala um það að göng, hvort sem að þau kosta 14 milljarða eða 20 milljarða, eru þjóðhagslega hagkvæm, og geta sparað nokkrum milljörðum yfir næstu öld sem geta þá farið í heilbrigðiskerfið sem dæmi, enda kostar heilbrigðiskerfið á Íslandi um 200-300 milljarða á ári. (og við erum að tala um, segjum, 20 milljarða yfir næstu 100 ár! - Það hlýtur hver maður að sjá að þessir peningar eru tittlingaskítur fyrir ríkið)
Með þessu er ótaldur allur sá ávinningur sem getur hlotist af göngum, t.d. aukinn ferðamannastraumur, styttri flutningstími milli lands og eyja, möguleikum á stórskipahöfn við eyjar sem myndi stytta farleið gámaskipa frá Evrópu um allt að heilum degi, og svo framvegis.
Ég ætla ekki að láta draga mig inn í umræðu um það hvort að sérstaða eyjanna breytist við þetta eða nokkuð í þeim dúr, né heldur vil ég ræða það hvort að göng séu tæknilega framkvæmanleg: Það allt á eftir að koma í ljós.
Ég bý sjálfur í Eyjum og vil gjarnan hér búa. Ég er reyndar ekki svo viss um að mér líði vel við tilhugsunina um að keyra í gegnum göng, en þetta er samgöngubót sem er alveg þess virði að skoða.
Ef að það kemur í ljós að gerð jarðgangna til Eyja eru tæknilega framkvæmanleg, þá eru göng það næsta á döfinni; eins og þið sjáið hér að ofan þá eru þau alveg fjárhagslega rökrétt!
Fólk í Eyjum bindur vonir sínar við jarðgöng með svo hvílíkum eldmóði að ég þori varla að nefna mínar persónulegu áhyggur upphátt - en ef að verkfræðingarnir segja að göng séu möguleg, og liðið á fastalandinu hættir að vera jafn þröngsýnt og raun ber vitni af umræðunni hér að ofan, þá skal ég gjarnan vera fyrstur manna til þess að keyra í gegnum þau.
Þetta snýst nefnilega ekki um peninganna. Þetta snýst um fólkið. Alveg sama hversu margir þeir eru.
- Að lokum, þá reiknaði ég út að SkyCat loftfarið yrði ódýr millivegur ef að jarðgöng eru ekki möguleg, en það er engin leið að vita að svo stöddu hvort að SkyCat 220 loftfar myndi þola Íslensk veðurskilyrði þar sem að ekkert slíkt loftfar hefur verið byggt enn sem komið er. Annars er þetta ágætis hugmynd, og ég vil þakka nemendunum í Háskólanum á Bifröst fyrir góðan fund hér um daginn!
- Smári.