BT er með einhvern helvítis útsölu SMS leik í gangi sem hefur verið í gangi síðan um áramótin og er fólk hvatt til að senda SMS í númerið 1900. Í vinning skv. plakatinu er t.d. tölva, sími, myndavélar, sjónvörp og leikir. Ég féll í þá gryfju að senda inn SMS og sendi þónokkur.
Ég verð nú að segja að ég tel mig vera töluvert svikinn. Miðað við þann fjölda sms-a sem ég sendi inn þá tel ég það ótrúlegt að ég hafi ekki fengið vinning. Síðan annað með þessa sms leiki: Það eru aldrei birtir listar með nöfnum vinningshafa? Hvernig í ósköpunum á maður að vita að þessir vinningar gengu út? Hvert sms kostaði 99 kr.-
Ég fór á vefsíðu BT og var að leita mér að upplýsingum um þennan leik…en hvað? Auðvitað eru engar upplýsingar um þennan leik! Hvernig veit maður að þeir séu bara ekki að raka inn peningum fyrir ekki neitt? Henda kannski út bara 20 leikjum?
BIRTIÐ LISTA YFIR VINNINGSHAFA! Og ekkert fake nöfn því það fyrsta sem ég geri er að fara í þjóðskrá og hringja í þetta lið og kanna hvort það hafi fengið vinninginn.
Vitiði hvað það er mikill hagnaður af svona SMS leikjum? Þeir borga sig margfalt upp og að halda það að BT sé að gera okkur einhvern greiða með einhverjum “BT Útsölu SMS LEIK” er bara tóm þvæla.
Til gamans má geta að t.d. kosninginn í IDOL fer fram með símtali eða SMS-i. Við það að greiða atkvæði leggjast 99 kr.- inn á símreikninginn þinn. Eitthvað um 50% af þessum 99 kr.- fara til þeirra sem sjá um sms kerfið og hin 50% fara til Norðurljósa.
Segjum að Norðurljós fái 50 kr.- og miðað við síðustu kosningar þá hafa 70 þúsund manns verið að kjósa….hvað fær Stöð 2 fyrir hvern þátt vegna kosninga?
3.5 MILLJÓNIR
Og það er bara fyrir kosninguna per þátt! Hvað helduru að Norðurljós fái fyrir auglýsingar á meðan Idolinu stendur, svo ekki sé minnst á þann pening sem Maarud og Coke borgar. Afhverju ekki að lækka það verð sem það kostar að kjósa svo fleiri geti tekið þátt?
Hvað haldiði að margir hafi tekið þátt í þessum heimskulega leik hjá BT? Fleiri en 70 þúsund manns! Þeir eru með sitt eigið símkerfi svo ég býst við því að þeir fái miklu hærri prósentu en 50% Jæja eigum við að reikna heildarverðmæti þeirra vara sem boðið er upp á leiknum ( ef það er boðið upp á það almennt ). Heildarverðmæti vinninga nær kannski milljón?
Hagnaðurinn? 5 til 6 milljónir! Ef ekki meira! OG hvað? Afhverju ekki að lækka þetta verð sem maður þarf að borga til að taka þátt í þessum leik sem eiginlega engin ábyrgð er tekin á að hann virki almennt?
Ég efast um að stjórnendur BT lesi grein mína en ef það kæmi fyrir þá væri það frábært ef þeir læsu þetta og hugsuðu aðeins um hinn almenna íslending sem lætur blekkjast af gylli tilboðum þar sem í raun er verið að selja 99 kr.- fyrir nokkrar milljónir.
Auglýsinguna getið þið séð á b2.is en gerið það fyrir mig…..EKKI LÁTA BLEKKJAST!