Illuminati og saga þeirra Þar sem önnur grein fékk marga mismunandi dóma hef ég ákveðið að skrifa nýja grein þar sem ég mun vitna í heimildir og skýra sögu Illuminati.

Illuminati eru samtök sem voru/eru til. Þessi samtök hafa verið miðpuntur margra samsæriskenninga. Illuminati þíðir “þeir upplýstu” á latínu og eru til heimildir um þá frá 15. öld. Margir hópar hafa komið fram og haldið því fram að þeir væru Illuminati. Einn þessara hópa voru Aluminados og fengu þeir nokkuð fylgi á Spáni og Ítalíu. Illuminés of France, Rosicrucians og Martinists eru meðal þeirra frægustu hópa sem komið hafa fram. En frægustu voru þó The Bavarian Illuminati og ertu þeir sem allar samsæriskenningar tengjast. Sú regla var stofnuð 1. maí, 1776 af Adam Weishaupt. Hann vildi stofna reglur sem stuðlaði að sameiningu heimsins og reglu sem myndi berjast gegn illum öflum. Þessi regla reyndi að fá fylgismenn og eignast völd í Bavaria, sem var eitt þeirra ríkja sem seinna mynduðu Þýskaland, og fékk reglan þónokkuð fylgi. Kaþólska kriskjan og stjórnendur Bavaria lögðu bann á Illuminati 1784 og kölluðu þá satanískt félag. Þeir bönnuðu öll leynifélög í landinu þar á meðal Frímúrana. Margir telja að þeir hafi hjálpað við frönsku byltinguna og frelsisstríð Bandaríkjanna en sagnfræðingar telja það ólíklegt.

Ekki er vitað hvað varð um Illuminati eftir að þeir voru eltir af ríkistjórn Bavaria en margir telja að Frímúrarnir hafi tekið þá í sinn hóp og bjargað þeim frá útrýmingu. En Frímúrarnir eru samtök sem eiga rætur sýnar að rekja til Templar Knights sem voru stofnaðir um 1118 eftir fyrstu krossferðina til að verna pílagríma á ferð sinni til Jerúsalem. Sú regla bjó yfir gífurlegum auðæfum og samkvæmt samsæriskenningum fundu þeir undir hofi Salómóns gífurlegan fjarsjóð, m.a. Sangreal eða The Holy Grail og sáttmálsarkirnar. Kaþólsku kirkjunni var ekki sama um hvað Templar Knights voru orðnir öflugir og lét þá með hjálp Frakklandskonungs elta þá uppi og drepa. Þeir fáu sem lifðu af stofnuðu Frímúrarana og gáfu þeim fjársjóði Templar Knights.

Illuminati eru í flestum löndum Evrópu og í Bandaríkjunum og ganga þeir undir ýmsum nöfnum til að halda leynd. Samtökin Skull and Bones eiga að vera félag Illuminati í Bandaríkjunum. Margir hlutir benda til þess að Illuminati lifðu af og eru jafnvel til í dag. Margir benda á að stofnendur Bandaríkjanna hafi verið Frímúrarar og átt tengsl við Illuminati. Merki Illuminati er á eins dollara seðlinum í Bandaríkjunum og einkunarorð þeirra standa þar á latínu “New World Order” en það var einmitt stefna þeirra.

The New World Order er einmitt sú kenning sem að menn trúa að Illuminati standi að. Samkvæmt kenningunni munu Illuminati nota heri UN og Bandaríkjanna gegn öllum öðrum þjóður og koma á einu ríki. Eftir það verður aðeins ein trú og allt annað ólöglegt. Herbúðum verður komið upp og þær munu verða fangabúðir þeirra sem mótmæla. Stjórnarskrá UN verður skipt út fyrir bandarísku stjórnarskrána. UN mun stjórna öllum kosningum og þeim breytt eftir því sem Illuminati vilja.

En þetta eru allt samsæriskenningar og er það val fólks hvort það vill trúa þessu.

Þetta var saga Illuminati í stuttu máli.

Heimildir
en.wikipedia.org
www.conspiracyarchive.com
www.fnord.org/occult/illuminati/illuminati-history