Það sem mér finnst athyglisvert í augnablikinu er eftirfarandi - og já, þetta er skelfilega langt!
———————————-
Raunveruleikasjónvarp:
Er allt í drasli heima? Hefurðu ekki tíma til að taka til? Eða nennirðu því kannski ekki? Er allt á öðrum endanum hjá þér eða einhverjum sem þú þekkir? Er fólk hætt að koma í heimsókn? Ekki örvænta, það er hjálp innan seilingar. Sagafilm er að leita af heimilum í nýja þáttaröð fyrir Skjá 1, þar sem við sópum út og breytum heimili í höll.
Vertu með og hafðu samband við okkur hjá alltidrasliATsagafilm.is eða í síma: 515 4600.
Því verra sem ástandið er því betra! Tilboð sem ekki er hægt að hafna.
***
Þessi auglýsing birtist í Fréttablaðinu í dag og er greinilega að fara af stað einhvers konar raunveruleika þáttur sem gæti orðið fyndinn – á sorglegan hátt. En eru einhverjir í svona litlu þjóðfélagi sem koma til með að þora að hleypa þjóðinni inn á rúmstokk til sín og opinbera þar með hversu miklir sóðar þeir eru? Líklega eru til margir hérna á klakanum sem eru svo fátækir að heimili þeirra eru ekki hundum bjóðandi. Tilvalið er fyrir þá að koma fátækt sinni á framfæri við stjórnvöld á þennan hátt og þar með sýna þeim sem mesta ríkdæmið eiga að á Íslandi er sannarlega til fátækt. Fjöldinn allur af fólki býr við kröpp kjör og eiga ekki til hnífs og skeiðar – hvað þá til annarra nauðsynja svo það megi lifa mannsæmandi lífi.
******************
Hver borgar mjólkurbrúsann hans Dabba:
Davíð Oddson fór í mánaðarfrí – með læknirinn sinn með sér! Hver er það sem borgar ferðina fyrir doktor.davíð.ferðalag.com? Fjandi hefði það verið gott ef frændi minn, sem er öryrki og hjartasjúklingur, hefði getað tekið með sér læknir þegar hann fór í viku frí yfir áramótin. Honum sló niður þarna í sælu og sjó með þeim afleiðingum að hann liggur nú sem þungur peningabaggi á íslenska ríkinu á ríkisreknum Landspítalanum í Reykjavík.
Ef hann bara hefði verið ráðherra. Þá hefði hann getað tekið læknirinn sinn, hárgreiðslukonuna sína, kokkinn sinn, bílstjóran sinn, barnapíuna og bankastjórann sinn með sér í fríið. Þá hefði hann verið stálhraustur núna og ekki þurft að flýta för sinni aftur heim til að leggjast inn á bráðadeild – þar sem núna er verið að undirbúa hann undir tvær hjartaþræðingar og einhverjar fleiri aðgerðir – í von um að bjarga megi lífi hans.
*****************
Blótum og bölvum ónýtum mat og drykk:
Um þessar mundir er þorrinn blótaður með öllum sínum ósiðum og ónýta mat. Persónulega myndi ég aldrei t.d. borða hákarl, súran mat, punga eða annan hálfónýtan mat. Aftur á móti finnst mér hangikjöt, flatkökur, harðfiskur, slátur, sviðasulta og fleira í þeim dúr alveg snilld. Það að vera ekki maður með mönnum nema borða hákarl og drekka íslenskt brennivín er bull og þvaður í mínum kokkabókum! Enda langar mig ekkert sérstaklega til að vera maður með mönnum – ég er svona frekar mikið straight í mér og mig langar í konur! Leyfum þeim sem vilja stíga á önnur mið að gera það í friði en leyfum þeim sem vilja það ekki líka að vera í friði. Ég kýs að stíga í vænginn við mat sem er nokkuð ferskur og lyktar vel – hvað þú kýst er jú þitt mál.
*****************
Söfnum fyrir hinu og þessu:
Ný yfirstaðin söfnun fyrir fórnarlömb flóðanna gekk vel. 375 milljónir hafa safnast saman í það heila og er það af hinu góða að svo stór upphæð skuli fara frá svona lítilli þjóð í mannúðarmál. Þetta sýnir líka að það eru til nógir peningar í þjóðfélaginu.
Er ekki næsta mál á dagskrá að fara að safna til góðgerðamála innanlands? Á Íslandi í dag eru hellingur af fólki sem lifir verra lífi en hundurinn hans Davíðs og er skömm af. Hvers vegna í skollanum tökum við Íslendingar ekki höndum saman einu sinni á ári, jafnvel annað hvert ár, og söfnum fé til handa fátækum á heimaslóðum? Við eigum nóg af pening útum allt í þjóðfélaginu, það hefur sýnt sig.
Því ekki að nýta þetta til að byggja upp sannarlega hamingjusamt og mannsæmandi þjóðfélag fyrir alla? Ég væri til í að leggja mitt af mörkum til að safna í sameiginlegan íslenskan neyðarsjóð sem væri til þess gerður að ef eitthvað stórkostlegt gerist þá eru alltaf til peningar til bjargar. Einnig mætti nýta úr þessum sjóði ákveðna upphæð til handa barnmörgum, fátækum fjölskyldum í Desemberbyrjun á ári hverju í þeim tilgangi að gefa börnunum heilög jól og gleði umfram það sem allt árið hjá þeim er. Þá eru ótaldir allir þeir sem eru heimilislausir á Íslandi – hvernig væri að safna fyrir einhvers konar húsnæði sem hýsti þá um stundarsakir og í það minnsta alltaf yfir alla hátíðsdaga.
*****************
Íslenskur ríkisborgararéttur:
Útlendingar fá íslenskan ríkisborgararétt. Bobby Fischer vill fá íslenskt ríkisfang. Hann skrifaði bréf til Alþingis þess efnis. Þetta gerir hann til þess að það séu meiri líkur á að hann fái að flytja til Íslands. Það flækir hins vegar málið að Fischer er skráður bandaískur ríkisborgari. Hann gæti þó fengið tvöfalt ríkisfang. En af hverju í skollanum eigum við að vera að leyfa svona útbrunnum skapstyggum og vitavonlausum útlendingum að vera að flæða hingað til landsins – með öllum þeim kostnaði og tilstandi sem því fylgir? Af hverju eru þeir ekki bara heima hjá sér eða þar sem þeir eru? Mér finnst það bara grátlegt þegar fjölmiðlar og jafnvel fólk í stjórnmálum eru að skipta sér svona að einhverjum jónum úti í bæ – látum þessa ónytjunga í friði og snúum okkur að landanum sem sumstaðar er að deyja úr fátækt og neyð.
*****************
Siglum þöndum seglum burt af ballarhafi:
Ísland örum skorið,
Sundurtætt og flegið,
Virkjið landið ef þið þorið,
Á endanum er þó af ykkur hlegið.
Alveg er ég til í að við færum út í miklar framkvæmdir undir Íslandi! Förum af stað í framtíðarskipulagningar um að skera á ræturnar og keyrum skerið til spánar. Mikið væri nú gaman ef hægt væri að sprengja rætur burt og losa eyjuna frá hafsbotni og skella landanum umhverfis Ísland með árar og hreinlega róa á suðrænar slóðir með rollur og kotbændur. Árni Johnsen má vera kyrr í Vestmannaeyjum og ef hann enn vill getur hann byggt brú yfir til Grænlands í staðinn þar sem við værum farin með okkar virðulega sker á heitari slóðir.
*****************
Ólöglegt vinnuafl í ýmsum afkimum:
Ólöglegir starfsmenn í byggingarvinnu eru lagðir í einelti og það án þess að þeim sé skaffaður viðeigandi búnaður þegar þeir þurfa að flýja eftirlitið. Skítakaup er þar að auki borgað fyrir þessa áhættusömu vinnu, sirka 400 krónur, eða allt að því 4. sinnum minna en Íslendingar myndu sætta sig við. Síðast heyrðist af því þegar eftirlitið ætlaði að góma einhverja Letta við byggingarvinnu á að ég held þriðju hæð húss. Grey Lettarnir sáu ekki annað úrræði en að kasta sér fram af svölunum – án fallhlífar og annars viðeigandi björgunarbúnaðar – og hætta þar með á ýmis meiðsl vegna eineltis. Hvað ef þeir hefðu stórslasað sig eða hreinlega dáið við fallið? Þá hefðum við Íslendingar þurft að punga út svo og svo miklum fjárhæðum í það að borga skaðabætur og ýmsan annan kostnað sem félli til vegna málsins. Því ekki bara leyfa þeim að starfa við það sem við greinilega ekki viljum sjálf starfa við – einhver verður að sjá um skítastörfin.
*****************
Misþyrmingar og önnur uppnefni:
Misþyrmingar á írönskum föngum eru alltaf fréttaefni, jafnvel þó ekki sé um beinar misþyrmingar að ræða heldur frekar uppnefni og hnýtingar. Bandarískir hermenn riðu á vaðið og voru fordæmdir fyrir tilvikið – bretar létu sannarlega í sér heyra – en nú eru að minnasta kosti þrír breskir hermenn fyrir herrétti vegna svokallaðra misþyrminga á írökum. En eru þetta í raun og veru misþyrmingar? Ég held ekki. Það að kalla t.d. menn sem hafa verið að drepa annað fólk í hrönum bara svín og skepnur er - ekki misþyrming í mínum augum heldur bara smá gelt. Þeir írakar sem handteknir hafa verið í þessu blessaða stríði eru jú ekki saklausir borgarar heldur undirsátar einræðisherrans Saddams. Þeir eiga sannarlega skilið að vera kallaðir svín og hundspott. Og jú, eins og svín hrín í þeim þegar þeir eru nefndir sínum réttu nöfnum, og eins og hundar gelta þeir þegar urrað er á þá… Og þetta kallar heimurinn misþyrmingar.
Misþyrming í mínum augum er þegar t.d. maður er laminn með vopnum, kylfum, sparkað í þá, þeir skornir með hnífum, stungnir með oddhvössum hlutum eða á annan hátt misboðið með líkamlegu tjóni í kjölfarið. Ég man ekki eftir því að hafa lesið neitt í þá áttina í gegnum allar þær fréttir sem flæða frá Írak. En kannski er þetta bara vitleysa í mér. Þegar einhver er kallaður illum nöfnum, uppnefndur, finnst mér það eigi að flokkast undir að vera andlegt ofbeldi en ekki misþyrming.
*****************
Vesen alltaf með erlent vinnuafl og erlend fyrirtæki:
Bechtel, bandaríska verktakafyrirtækið sem reisir álver Alcoa-Fjarðaráls í Reyðarfirði, setur öllum erlendum starfsmönnum sínum það skilyrði að frá fyrsta degi ráðningar séu þeir skráðir með lögheimili á Íslandi og greiði alla skatta og skyldur til hins opinbera hér á landi. Hið sama gildir um fyrirtækið sjálft, sem stofnaði útibú hér á landi strax í upphafi starfseminnar, Bechtel International Inc. á Íslandi.
Bara ef Ítalska fyrirtækið Impregilo á Kárahnjúkum hefði tekið Bechtel sér til fyrirmyndar. Þá hefðu aldrei komið upp neinir árekstrar varðandi aðbúnað, laun, starfsmenn eða nokkuð annað þarna uppi á hálendi Íslands. Látum Ítalana finna til íslenska tevatnsins. Leyfum þeim ekki að komast upp með neitt múður og snúum saman bökum í þeirri baráttu að neyða þá til að ráða íslenskt vinnuafl, sem ekki vill vinna þarna í skítakulda í nafla alheims. Neyðum þá til að fara að siðum okkar – þrátt fyrir að þarna á staðnum erum við í hrópandi minnihlutahóp. Neyðum þá til að læra íslensku, borga íslenska skatta, nota íslenskt vinnuafl, kaupa íslenskar vörur, nota íslensku kindina(í matinn) og síðast en ekki síst – flýta sér svo burt þegar verkinu er lokið. Við viljum ekki sitja uppi með svona vandræðagemlinga til framtíðar – er það nokkuð?
******************
Stríðshrjáðir kotbændur:
Ísland ekki lengur á lista hinna viljugu þjóða í stríðsbrölti Bandaríkjanna! Ég hef fylgst með þróun mála frá upphafi með öðru auganu og ég er ósáttur við flest allar hliðar málsins. Hver og einn sem vettlingi getur valdið í stjórnmálum er uppi á móti hinum og í þjóðarsálinni berast víða alls konar óánægjuhljómar sem og væl. Öðru hvoru koma inn í umræðurnar einhverjir stjórnmálamenn sem stíga á fótinn á sér og varpa fram einhverju um allt heila klabbið sem svo á ekki við flugufót að styðjast – og bakka þá með allt saman og fela sig á bakvið fljótfæra fjölmiðla sem eiga að hafa misskilið allt sem þeir sögðu.
Fram og til baka heyrast raddir sem segja að konungur Íslands hafi verið í fullum rétti þegar hann ákvað að við værum tilkippileg í daður með Bandaríkjunum. Er málið bara ekki það að Dabbi kóngur var skíthræddur um að við myndum missa keflavíkurflugvöll – með öllum tilheyrandi peningum sem þaðan streyma – og í óðagoti hins dópaða manns ákvað hann, með sauðheimskan fylgdarsvein sinn í eftirdragi, að gera eins og stóri bróðir fór fram á?
“Davíð!” segir Bush! “Annaðhvort styður þú mig í þessu eða ég tek allt herlið frá Íslandi og skil ykkur eftir sem auðvelt herfang fyrir hvaða þjóð sem er að hertaka” …
Jú, ég hefði líklega samþykkt allt sem Bandaríkjaforsetinn fór fram á í þeirri veiku von að ég myndi halda nokkrum hermönnum kyrrum á skerinu. Alveg sama þó það kostaði það að ör eða gjá myndaðist í þjóðfélaginu mínu – mínu – mínu – MÍNU MUHAHAHA!!!
******************
Dansinn dunar – ekki hjá mér:
Lærðu að dansa Salsa með Edwin. Ok, mig hefur alltaf dreymt um að læra að dansa Salsa en þegar ég skoðaði auglýsinguna í Fréttablaðinu hætti ég við. Þrjár myndir voru þarna sýndar af Salsameistaranum og ekkert að því – ef maður er kona. Svertingi sem sýndur er hálfpartinn nakinn á að kenna og því í ósköpunum ætti mig að langa til að læra þennan dans í fanginu á hálfnöktum svertingja. Þessi auglýsing er greinilega bara ætluð konum en ekki mér og mínum kynbræðrum. Ég er að hugsa um að fara bara á fluguhnýtingarnámskeið og læra allt um fiskveiðar og þingvallavatn.
******************
Réðust á rangar indjánabúðir.
Þennan dag, 23 janúar, árið 1870 lýsti herforinginn Eugene Baker því yfir að honum væri slétt sama hvort um rétta indjána væri að ræða þegar hann skipaði mönnum sínum að ráðast á búðir friðsælla Svartfóta þar sem þeir voru í fastasvefni við Marias ána í norðurhluta Montana í Bandaríkjunum. Baker hafði þá um tíma verið á höttunum eftir hópi uppreisnargjarnra indjána af sama ættbálki. Baker og menn hans höfðu verið í eftirför nokkra daga í vetrarkulda þegar þeir rákust á þorpið. Þeir frestuðu árás til að detta í það, en lögðu svo í hana þegar leið að morgni og umkringdu búðirnar. Einn indjáni hafði veður af komu hermannanna og reyndi að koma þeim í skilning um að mennirnir sem þeir leituðu væru þar alls ekki, en Baker hvað það engu skipta, allt væru þetta indjánar af sama ættbálki. Hann skipaði mönnum sínum að skjóta indjánann ef hann reyndi að vara sofandi fólkið í búðunum við árásinni. Þeir gerðu svo áhlaup og drápu 37 karla, 90 konur og 50 börn að því er talið er. Í sumum tilvikum veltu þeir um koll tjöldum og kveiktu í þannig að fólk brann inni. Hann tók einnig höndum um 140 konur og börn, en skildi þau eftir allslaus í vetrarhörkunum þegar hann komst að því að sum voru veik af hlaupabólu. Fjöldamorðið hafði engin eftirmál fyrir Baker eða menn hans.
(Slátraði um 300 manns – mest konum og börnum – og komst upp með það)…
Bull og vitleysa endar…