Guantánamo - Lagalegt Svarthol “Herflugvélin þar sem Asif Iqbal og Shafiq Rasul sátu hlekkjaðir við bekk, rennandi blautir í eigin hlandi, grímuklæddir og með eyrnaskjól svo þeir hvorki sáu né heyrðu, lenti á Bandarísku flugbrautinni við Guantánamo-flóa á Kúbu þann 14 janúar 2002”

Þannig byrjar bók David Rose, “Guantánamo: Herferð Gegn Mannréttindum” eða eins og á frummálinu “Guantánamo: America’s War on Human Rights”

Búðirnar voru stofnaðar þegar hið umtalaða stríð gegn hryðjuverkum var hafið. Þegar ákveðið var að það ætti að stofna búðir fyrir hryðjuverkamenn höfðu stjórnvöld Guantánamo (Skammstafað GTMO en kallað “Gitmo”) var valinn fram yfir aðra mögulega staði vegna þess að löglega er hann í eigu Kúbu. Þar sáu Bandarikjamenn sér leik á borði og með því að hafa búðirnar þar voru þeir “ekki” að brjóta Genfar-sáttmálann, því að Kúba undirritaði hann aldrei.

Í Gitmo eru fangar sem að voru fangaðir á vígvellinum og/eða eru talibanar á röngum tíma á röngum stað. Sérfræðingar og menn innan fangelsinsins tlja að það séu í mesta lagi 30 manns af þeim 600 sem þarna er haldið föngnum hryðjuverkamenn, og gera Bandaríkjamenn enga tilraun til að fá úr því skorið hvort að viðkomandi sé hryðjuverkamaður eða ekki. Fangarnir eru einfaldlega settir í gegnum stanslausar yfirheyrslur, niðurlægingar og árásir og á endanum eru þeir sendir í 27 klukkutíma flugferð til Gitmo þar sem þeir eru hlekkjaðir, bundið fyrir augu og eyrnaskjól yfir eyrum og fá ekki að fara á salerni.

Það er fyrst í Gitmo sem að ósköpin öll byrja.

Samkvæmt Genfarsáttmálanum eiga stríðsfangar að hafa sömu aðstöðu og þeir sem halda þeim föngnum en þetta ákvæði sáttmálans brjóta Bandaríkjamann algjörlega í spón. Í Bandarísku herstöðinni á Gitmo er McDonalds, matvöruverslanir og fleiri þægindi. Í X-Ray búðunum eru klefarnir, eða til að vera nákvæmari, búrin, sem fangarnir eru í nánast undir berum himni, þannig á daginn er svo mikill hiti að föngunum líður mjög illa, og um næturnar er kalt vegna þakleysis. Reglur í búðunum segja til um það að fangar megi ekki sofa með hendur undir teppinu þeirra sem þeir sofa undir, og ef þeim verður kalt í svefni og setja hendurnar ósjálfrátt undir teppið, er ráðist á þá og þeir beyttu líkamlegu ofbeldi.

Jamal al-Harith, breskur fangi í Gitmo var leystur úr haldi 9 Mars árið 2004, eftir rétt rúma 2 ára dvöl. Í viðtali við “Mirror” dagblaðið í Bretlandi segir hann að þegar hann hafi beðið um grundvallar mannréttindi í samræmi við Genfarsáttmálann, sem segir að stríðsfangar eigi að fá að ganga lausir um á girtu landsvæði, hafi vörður sagt við hann “Þið hafið engin réttindi”. Að lokum fór svo að fangarnir voru hættir að biðja um mannréttindi, þeir vildu dýraréttindi.

Við hliðina á búri Jamals var hundakofi. Einn daginn sagði hann við einn varðanna að hann vildi sömu réttindi og hundurinn, sem hafði loftræsitæki og grænt gras til að hreyfa og leika sér á og vörðurinn svaraði: Þessi hundur er meðlimur í Bandaríska hernum”
Því miður, fanganna vegna, er það sem á undan er komið aðeins lítill bútur af hræðilegu hlutunum sem gert var við fanganna, og enn er gert, meðan þeir eru fastir í Gitmo.

Andlegu og líkamlegu pyntingarnar, sem fram fóru við yfirheyrslur, þegar fangi hafði brotið eitthvað af sér eða einfaldlega ef að vörðunum leiddist voru með þeim hræðilegri og útsmognari en heyrst hefur. Jamal sagði að verðirnir hefðu pantað hórur og sagt þeim að ganga naktar á milli búr-samstæðnanna. Í flestum vestrænum fangelsum væri þetta líklega eins og verðlaun, eða eitthvað sem að fangarnir vildu. Á hinn boginn, í Gitmo eru flestir gangarnir Islamtrúar og þar er það synd að sjá nakta konu, aðra en sína eiginkonu, og var þetta því hræðileg upplifun fyrir fangana, sérstaklega þá strangtrúuðu.

Í fangabúðunum á Guantánamo hafa fangarnir búið til nýja sögn, eða að vera “ERFed” eða “ÓVSaður” eins og það var þýtt yfir á Íslensku. Uppruni þessarar sagnar er vegna endurtekinnar árásar á fanga of sem ERF sveitirnar valda. ERF eða Extreme Reaction Force (ÓVS – “Ógnarviðbúnaðarsveitin”) er sveit fangavarða, í klæðum uppþotssveita (Anti-Riot Team) sem að ráðast á fanga fyrir minnstu brot á reglum. Framvindu þess að vera ÓVSaður er lýst sem svo:
“Hann lá á gólfinu í búrinu sínu, sem var snæst okkar búrum, þegar hópur átta eða níu varða, þekktur sem ÓVS-Hópurinn, kom inn í búrið til hans. Við sáum þá ráðast harkalega að honum. Þeor stöppuðu fótunum í hnakkann á honum og spörkuði í magann á honum, jafnvel þó hann væri með málmbúta þar eftir skurðaðgerð, þeir tóku hann upp á hárinu og börðu andliti hans í gólfið. Einum kvenverðinum var skipað að fara inn í klefann að sparka í hann og slá, sem hún gerði, í magann.”

Allt þetta var gert við þennan fanga vegna brots á reglum búðanna, sem í segir í lokin, í þrettándu grein:
(13) Bandarískar öryggissveitir áskilja sér rétt til breytinga og að nema ofangreindar reglurofangreindar reglur tímabundið úr gildi (reglurnar sem fangarnir græða á, útiverutíma og annað þannig háttar).

Þá er þessum herlegheitum mínum lokið að sinni.

Heimildir:
Viðtal Við Jamal al-Harith
Guantánamo, Herferð gegn mannréttindum - Bók eftir David Rose