Júróvision eftirhúgleiðingar Ætla nú bara að hafa þetta stutt og laggott….

Jæja þá er þetta víst komið, lagið sem að átt að fá svo mikla athygli og var víst ekki talað um annað en Two Tricky út í köben, vermdi botnsætið með lagi sem að var viðurkennt af viðkomandi þjóð sem frekar slakkt lag!

En hvað gerðist????

Jú ég nefnilega á vin sem að fluttist til Danmerkur síðasta sumar, hann var ekki alveg sammála íslensku fjölmiðlunum þvi að hann hafði barasta ekki heyrt neitt minnst á Two Tricky þar, fer maður að hugsa að þetta sé dæmigert fyrir ísland að ofmeta alltaf allt sem að við tökum okkur fyrir hendur, allt er blásið upp, offitusjúklingurinn eða þéttvaxni leiðtoginn í hópnum hann Einar Bárðasson segir okkur hvað two Tricky sé að fá “hvað mesta umfjöllun” í fjölmiðlun þar ytra, ekki er ég sammála honum þar.

“Evrópa ekki tilbúið fyrir Angel”

Merkilegt hvað við náum að núa í sárin og koma með einhverja skýringu á þessu, já ég veit ekki með ykkur en ég las það að lagið hefði verið of nýtískuleg….
, það er ekki eins og sigurlagið hefði verið einhver fornaldartónlist sjálf..

“Spáð alltað 6-4 sæti”

Maður fékk bara að vita að þessum var spáð 1 og þessum 3 og þessum 2, síðan kom bara áð Ísland átti að lenda í 4-6 sæti og notað “alltað”! Fer maður að hugsa þá hvaða lið voru þarna á sömu róli, mitt álit að þessi lið sem að var spáð sviðuðu róli voru örugglega svona fimmtán til tuttugu lið.

“Offitusjúklingurinn hittir eina frægustu tónlistarhöfunda Danmerkur”

Þar kom fram að þeir fannst lagið alveg grípandi en…..
Fannst kannski textinn of klunnalegur!!, já það er doldið til í því, en NEI evrópa var ekki tilbúinn fyrir Angel…
Ja ég veit ekki með ykkur en skiptir textinn ekki frekar miklu máli

“Stefnt að breiðskífu í sumar hjá Two Tricky”

Nei díses kræst maður..

“Björgvin í dómnefndinni sem að valdi sigurlagið”

og…. ……….. hvaða dómnefnd, er ekki flestar þjóðirnar sem kjósa með símaatkvæðum,

“JúróvisionFormúlan”

Veistu það ég bara held að við héldum bara að við værum búinn að vinna áður en keppnin hófst. Það er þessi júróvision formúla sem að við erum búinn að skapa okkur sem að byggist á að textinn á að höfða til kaþólskra, við vorum með “alþjóðlega” hljómsveit, og einhvernveginn erum við búnir að búa okkur til smá kenningu um hverjir gefa okkur stig og hverjir ekki.

LAGIÐ VAR BARA OF SLAPPT!, að þessi hefur alltaf gefið okkur stig og þessi studdi nú okkur í sjálfstæðisbaráttunni, <b>við kusum sjálf þessi 3 stig!!</b> af þvi að við verðum að muna það að það búa helling af Íslendingum í Noregi og Danmörku og það voru þeir sem að voru að hringja á milljón og kjósa Ísland! og það þarf enga helvítis stigagjafarkenningu til þess að sjá það út.

….

Og hver er svo mín hugleiðing….

Gaurinn með hormottuna (eða allavega lötu efri vörina) ætti bara að halda áfram að syngja fyrir sextugar kellingar á Hótel Íslandi á þessari ABBA sýningu sinni..

Við vitum hvar Skítamórallsmeðlimurinn getur gert….haldið áfram að semja skítamórallstextanna sem að samanstanda af “það er ball!!” og “koddu að ríða mín kæra!!”

Hin dansarinn sem að titlaði sig sjálfa markaðstjóra Two Tricky í Séð og heyrt einverntímann… hver sorglegt er það!

Yasmine Olson
Hún getur líka haldið áfram að sjá sig með nýjum kærustum á forsíðu Séð og Heyrt, sem að eiga sér allir sér sameiginlegt að vera einhverjir framapotarar eins og VIlli Vill og Fjölnir Þorgeissson, sem á einhvern ótrúlegan hátt hefur tekist að gera einhvern hestaþátt með glamúrlegu yfirbragði, hvernig sem að fór í andskotanum af því.

Íslendingar tökum okkur tak!

Verum ekki alltaf svona miklir smáborgarar sem að ofmeta allt sem að gerist fyrir íslands hönd. Það er greinilega eitthvað undarlegt yfirbragð yfir þessari keppni og það virðist virka að syngja lög með texta eins og “here we go now” eða “raise your hands together”..

Ísland viðist vera í sérflokki hvað varðar Júrvision, t.d. á Ítalíu veit engin hvaða keppni þetta er, í Danmörku er stærsti markhópurinn sem að horfir á júróvision nefnilega hommar, og það í miklum meirihluta. En Ísland, jú hér á klakanum er ekki talað um annað og í besta falli gæti sorpblaðið DV sem að stendur fyrir öllu þessu áfalli komið með frétt þar sem að hinar þjóðirnar gætu bara sleppt því að taka þátt því að “Tveir brögðóttir ”
(eða of brögóttir) eru á leiðinni.

Gefum skít í þetta og sendum bara Mínus eða xxx rottweiler hundanna og þá gætum við ekki verið meira frumlegri samkvæmt “Júrvisionformúlunni”,

ÉG segi Two Tricky
Nei takk!