Þjóðarhreyfingin birtir auglýsingu Eins og kanski flestir vita þá briti þjóðarhreyfingin í gær, 21. janúar, auglýsing í dagblaðinu New Yorke Times þar sem þeir lístu því yfir að Íslenska þjóðin væri opinberlega á móti því að hafa verið á lista yfir þær þjóðir sem að studdu það að steipa Saddam Hussain af stóli.
Nú er mér nóg boðið, hvernig dirfast þessir menn að tala svona fyrir mína hönd! Þessir menn hafa ekki nokkuð vald til þess að gera svona hluti og þá sérstaklega í nafni þjóðarinnar. Menn segja kanski núna: “En bíddu, höfðu Halldór og Davíð einhvern slíkan rétt?” og svarið er já, þeir höfðu fullan rétt til þess að taka þessa ákvörðun, afhverju haldiði eiginlega að við kjósum okkur forystumenn? Það er nú bara einfaldlega þannig að meirhluti þjóðarinnar stiður þessa menn og er það ástæðan fyrir því að þeir eru þar sem þeir eru, við kusum þá til þess að taka svona ákvarðanir fyrir okkur, það hefur ekki nokkur maður kosið forystumenn þjóðarhreyfingarinnar! hvað þá gefið þeim leifi til að lýsa slíkri vittleisu yfir!
Ekki nóg með það að þetta hafi verið ósiðlega af þessum mönnum, heldur var þetta auglýsing þar sem Íraska þjóðin var beðin afsökunar! Til hvers var þetta byrt í dagblaði úti í Bandaríkjunum? Er þetta blað kanski dreift í mikklu mæli til flestra Íraksbúa eða hvað?
Svo ættlaði ég líka að koma því að, að þær þjóðir sem að við, með yfirlýsingu stjórnvalda, studdum í þessari innrás, eiga flugvöllinn hérna. Bandaríkjamenn eru að borga 7 milljarða á ári til Íslenska ríkisins fyrir þennan flugvöll, og hvað eigum við að gera, segja á svona ögurstundu: “Nei, þið megið ekki nota flugvöllinn ykkar sem þið borgið okkur fleiri fleiri milljarða á ári fyrir,”?

Já, svo gerðist það líka núna fyrir stuttu að Bandarísk yfirvöld hættu að nota þennan lista og afskrifuðu hann. Og nú spyr ég, var virkilega rétt að eiða 2 milljónum króna, sem að hefðu mjög auðveldlega t.d. getað studd uppbyggingu á flóðasvæðunum, í það að birta heilsíðu auglýsingu inní miðju bandarísku dagblaði til að byðja Írösku þjóðina afsökunar? Hvaða árangri haldið þið að það skili? Haldið þið virkilega að Bandarísk stjórnvöld mundu hugsa með sér: “Nú nú, það er nú svona sem málin lyggja, við skulum bara hætta að taka mark á Íslensku yfirvöldunum og taka mark á þessari auglýsingu.”??? Þetta á kanski að hafa áhryf á Bandaríska borgara? og hverju breytir það þá?