tupac4ever.
“ÉG er alveg afslappaður og ég er ekki einn um þá skoðun að heilsufasismi sé landlækt vandamál.”
Vandamál, já. Að reykja hefur með sér ákveðna vankosti, ekki bara fjárhagslega og heilsufarslega, heldur einnig félagslega. Nákvæmlega eins og að margir reyklausir myndu kvarta undan því að geta ekki farið út í reykingapásur. Þetta er því ekki vandamál þjóðfélagsins frekar en mýfluga úti í sveit. Þetta er vandamál einstakra manna sem hafa ekki þroska til að gera sér grein fyrir því að gjörðir þeirra hafa hugsanlega afleiðingar.
“Staðreyndin er sú að þangað til ríkið bannar reykingar er enginn grundvöllur fyrir því að fara með reykingarmenn eins og glæpamenn.”
Nú ertu að sjálfsögðu að ýkja. Að sjálfsögðu eruði undir áróðri, við hverju býstu? Veistu hvernig þetta er til dæmis á Ítalíu og þar sem er mjög lítill áróður og auglýsingar tóbaks eru löglegar? Það reykja ALLIR. Það er einstaka hræða sem reykir ekki, og þá yfirleitt vegna þess að viðkomandi hefur ekki rænu á því. Ég hef sjálfur verið reykingamaður, og um 80% vina minna er reykingafólk, svo þú getur ekkert þvaðrað við hvern sem er um að það sé farið með aumingja reykingafólkið sem er kúgað af þjóðinni, sem glæpamenn.
“Þessar forvarnir og niðurrífandi auglýsingastarfsemi er ekki að skil tilskildum árangri.”
Og áfram heldurðu að þvaðra í hugsunarleysi; JÚ VÍST, hafa þessar forvarnir afrekað mikinn árangur. Ég man þegar það var settur einhver geðveikur áróður í gang þegar ég var í 9. og 10. bekk, og í þann tíma þótti bókstaflega mjög hallærislegt að reykja. Um leið og áróðurinn fór niður, byrjuðu allir að reykja og það hætti að vera fávitaskapur á meðal ungs fólks. Forvarnarstarf gegn áfengi og eiturlyfjum þori ég ekki að fullyrða um hvort hafi reddað mörgum, en ég hugsa að svo sé, þó ég myndi sure as shit vilja breyta því hvernig forvarnarstarfi er háttað. En svarið er víst, fjandinn hafi það, forvarnarstarf gegn sígarettum hefur gríðarleg áhrif.
“Svona hræðsluáróður hefur aðeins þjappað reykingarfólki meira saman ég hugsa að ég væri hættur ef fólk væri ekki með þessa öfga.”
Riiiiight… veistu… ég held að þú og Tupac séu þeir einu sem trúir þeirri ótrúlega augljósu sjálfsblekkingu. :) Þú segir þetta svona vegna þess að þú gætir alveg eins sagt það, vegna þess að þú hefur í raun og veru ekki minnstu hugmynd um hvernig þú myndir bregðast við þessu ef þetta væri löglegt… well, hættirðu þá ekki að drekka líka þegar þú varðst 20? Og hættirðu ekki að reykja þegar þú varðst 18? Ég sé ykkur alveg fyrir mér… aumingja litlu píslarvottana, kúgaða af þjóðinni, reykjandi sínar sígarettur, bölvandi þessu fasistalandi yfir varðeldinum í yfirgefnu húsi… HVAÐ ERTU AÐ TALA UM, MAÐUR?
“Það er cool að reykja og ennþá meira cool ef samfélagið afneytar reykingarmönnum maður upplyfir sig eins og gyðing eða uppreisnarmann.”
Ég get ekki verið ósammála þessu. Á móti reykingum er ég, en ég blekki mig ekki með þeirri barnalegu kenningu að það þyki ekki cool að reykja. Sorglegt en satt.
“Hinsvegar get ég verið sammála um að ekki sé æskilegt að börn reyki en að halda að ef
Páll Óskar,Fjölnir Wannabe eða Addi Fannar segja að þetta sé ógeðslegt fái einhvern til að hætta að reykja eða byrja ekki þá ættuð þið að láta skoða hausinn á ykkur. Krakkar sjá þetta og fyrsta sem þeir gera er að kaupa sér Prince og Camel filterslausar.”
Þessu verð ég líka eiginlega að vera sammála. Páll Óskar skilar reyndar ábyggilega tilætluðum árangri, fólk sem hefur eitthvað gegn honum er fyrst og fremst fordómafullt, hálf-fullorðið fólk. Fjölnir er notlega… aðhlátursefni þjóðarinnar, og þó ég myndi ekki kalla Adda Fannar aðhlátursefni þá efast ég um að hann hafi mikið áhrif á einn né neinn nema einstaka blondur úti á landi. Sammála.
“Reykingar hafa alltaf þjónað hlutverki í samfélaginu dómshúsið í bandaríkjunum er með steinsteyptar tóbaksplöntur.”
Frábært. Hvernig í ósköpunum kemur þetta málinu við? Þjónað tilgangi, segirðu… já, hversu langt er síðan vitað var hversu óhollt reykingatóbak er? Og hversu langt er síðan þessar styttur voru reistar? Enough said.
“Reykingar hafa lagað ýmsa kvilla í gegnum tíðina svo sem stress, hægðartregðu(Armon) og leiðindi.”
Já, reyndar hef ég fundið það sjálfur þegar ég hef reykt að það losnar aðeins um í endaþarminum (án spaugs). Algert æði, LIFI REYKINGAR! (Dumb fuck.) Reykingar lækna ekkert stress og það er nákvæmlega ekki neitt sem bendir til þess. Aftur á móti verður maður stressaður og eirðarlaus ef maður fær ekki nikotín, semsagt… þú læknar það stress með því að reykja, sem þú veldur með því að reykja ekki. Ef reykingar hjálpa þér til varðandi leiðindi… félagi… get a life, einhver?
“Listamenn og fólk sem vill skera sig úr fjöldanum og afneyta kúgun meðalmennskunnar flýgur á vængjum tóbaksins.”
Rangt. Það flýgur á meðal kannabiss, fyrst og fremst. Nógu rebel, og nógu speisað, nógu ólöglegt en jafnframt nógu skaðlaust. Listamenn hafa nákvæmlega sömu tilhneigingu til að reykja tóbak og venjulegt fólk, en mun meiri tilhneigingu til kannabisreykinga (sem ég hef ekkert á móti by the way), ekki tóbaksreykinga, nema þá sem afleiðingu af kannabisreykingum (sem er nákvæmlega hvernig ég byrjaði að reykja tóbak á sínum tíma).
“Hver vill vera eins og Fjölnir?”
Fjölnir. Fjölnir vill vera eins og Fjölnir.