Ég hlustaði talsvert á útvarp. Helst á 104,5 og þessar rokkstöðvar sem var lokað um daginn. Það sem ég var að leita af var fjölbreytt rokktónlist (ný og gömul) og að ef kynnar þyrftu endilega að tala þá væri það af viti og á skikkanlegri íslensku. Svona stöð þar sem ég gat treyst því að Bó Halldórs heyrðist aldrei.
Nú er útvarpsfátæktin svo mikil að eina sem eftir er hlustandi á er 88,5, alkastöðin. Andsk. hart þar sem ég er ekki alki.
Nýja rokkstöðin er hörmung. Ekki nóg með að tónlistin virðist afmörkuð við bandarískar unglingabílskúrsbönd eða “hardcore” heldur er eins og einungis þeir sem gátu ómögulega fengið vinnu annarsstaðar hafa fengið starf þarna.
Ég hlustaði á einhverja tvo herramenn ræða það í gærmorgun hvar og hvenær best væri að kreista bólur. Ég er viss um að ekki líði vika án þess að þeir þurfi að láta okkur vita að þeir þurfi að skíta, hafi átt góðar hægðir nýlega eða eitthvað ágiska fyndið. Frekar anal og óþroskað.
Þetta fyrirkomulag “tveir vinir þar af einn vitlaus” er orðið þreytt. Það er ekki lengur hægt að bjóða fólki að hámark skemmtunar er að segja “piss og kúk” nógu oft. Ef þetta á stöðugt að ganga út á að fara út á brún þá hættir fólk að nenna að labba með.
Það er ekki hægt að gera öllum til hæfis. Ef ég veit að næsti klukkutími er undirlagður Blink 182 þá get ég hlustað á annað. Myndi þó koma aftur ef ég ætti von á einhverju sem felli að mínum smekk. Sem stendur veit ég að það verður bara annað Blink 182. Kannski Blink 183…
Ég auglýsi hér með eftir útvarpsstöð sem uppfyllir eftirfarandi:
Velur sér tónlistarstenfu byggða á þessum stöðvum sem ég taldi upp í byrjun.
Ræður til sín þula sem geta rætt áhugaverð málefni (jafnvel afmarkaða við tónlistina) á mannamáli.
Stöð þar sem þulirnir móðga mig ekki með því að gera ráð fyrir að hlustendur séu fábjánar.
Að neðan er jafna sem þeir sem reka útvarpsstöðvar ættu að kynna sér. Við skulum bara kalla þetta “Fyrsta regla Bigg í markaðsfræðum útvarpsstöðva”
Bigg = neytandi
neytandi = peningar ($)
Auglýsandi = tekjur
Ef Bigg hlustar á útvarpstöðina þá heyrir hann auglýsingu.
Ef Bigg heyrir auglýsingu þá gæti hann fengið áhuga á auglýsenda.
Ef Bigg fær áhuga á auglýsenda þá geta orðið viðskipti.
Ef viðskipti verða þá fær auglýsandi $ á móti $ sem hann lagið í auglýsingarkostnað.
Ef $ sem auglýsandi fær einn eru meiri en $ sem hann greiðir útvarpsstöðinni þá sér auglýsandi árangur af auglýsingunni og borgar meira $ fyrir meiri auglýsingar.
Útvarpsstöðin græðir og allir eru hamingjusamir.
Forsendan fyrir þessu er aðuvitað að Bigg hlusti…