Í dag, daginn sem þetta er skrifað eru 39 ár síðan Bandaríski herinn missti tvær vetnissprengjur ofan á Spán.
Úps…En guði sé lof sprungu þær ekki.
26.Apríl árið 1986 varð annað slys. Þetta sinn hafði það afar alvarlegar afleiðingar. Kjarnorkuofn skammt frá Tjernobyl í þáverandi Sovétríkjum bræddi út úr sér.
Síðan þá hefur tíðni fæðingarfötlunar aukist eða svo hafa rannsóknir bent til. (Meira að segja hér á Íslandi hækkaði tíðni fæðingra þroskaheftra um nokkur prósent). Þetta hef ég upp úr félagsfræði bókinni: Þróunarlönd. Ég veit ekki hvar hún er í augnablikinu svo ég get ekki sagt hver höfundur bókarinnar er. (En hún er samt fremur leiðinleg svo ég mæli ekki með henni). Farið bara Fél 303 í Flensborg. (Mæli samt ekki með því, fannst það ekki svo skemmtilegur áfangi.)
Alltaf er ég að heyra tölur sem mér grunar sé erfitt að staðfesta.
Einu sinni heyrði ég að kjarnorkuvopnabúr Rússlands dygði til að útrýma lífi á jörðinni fimm sinnum.
Einu sinni heyrði ég að öll kjarnorkuvopn á jörðinni dygðu til að útrýma öllu lífi á jörðinni 10.000 sinnum.
En þetta eru ómarktækar tölur. Og satt að segja held ég að enginn viti nákvæmlega hversu mikið af kjarnorkuvopnum þarf til að útrýma öllu lífi á jörðinni.
Það skiptir í rauninni engu máli hversu oft við getum gert það, bara það, að það er mögulegt.
Jæja, shit happens. Let´s just hope it isn´t big shit.
Sjö, níu, þrettán.