Ég man vel þegar Selma tók þátt í Eurovision hér um árið, og að mínu mati sigraði hún þá keppni þar sem ég held að það VILJI enginn heilvita maður sjá um Eurovision þar sem það er ótrúlega dýrt og enn tilgangslausara…
Persónulega finnst mér líka að Selma okkar ætti bara að halda sig við Eurovision tónlistina í stað þess að helga sig þessu veika R'n'B gervikjaftæði eins og hún er að gera núna. Enginn tónlistarmaður með sjálfsvirðingu markaðsetur sig fyrir að 12 ára stelpur, og heldur því svo fram að hann sé að þroskast sem tónlistarmaður. Hún og Halldór hinn norski sem náði ekki upp í hálfan tón ættu kannski að hittast þar sem hann er greinilega mesta R. Kelly wanna be sem fyrir finnst í hinum vestræna heimi.
Úff… En það er önnur saga.

Málið er að eftir að við lentum í 2. sæti fór Hr. Ólafur Ragnar forseti vor að tala um hversu frábært það væri að LOKSINS VÆRI BÚIÐ AÐ SETJA OKKUR Á STALL SEM MENNINGARÞJÓÐ!
Selma hefur sem sagt gert meira til þess að bæta menningarímynd okkar heldur en Halldór heitinn Laxness og kollegi hans Snorri heitinn Sturluson?
Nú lentum við í síðasta sæti allra þjóða í keppninni, OG við fáum ekki að keppa næst.

Erum við ekki lengur menningarþjóð?
Þurfum við að bíða þar til 2003 til þess að öðlast okkar sess í menningarlífi heimsins?

Snorri og Selma, UNITE!
Hmmmm….
Ef Eurovision er vísir á ríka menningu þjóða, þá er ég hættur að telja mig til manna.