Eins og margir íslendingar hef ég daginn á lestri fréttablaðsins, sem er það blað sem ég hef mestar mætur á.

Í dag var á forsíðunni var vísun í risastóra grein sem fjallaði um kynlíf í tölvuleikjum. Ég hugsaði með mér, að þetta myndi verða álíka rugl grein og fréttablaðið hefur áður sett í blaðið sitt, þar sem formenn feminista flokksins öskra og æpa á alla tölvuleiki fyrir fyrirlitningu á konum, sem er, eins og allt viti borið fólk veit, argasta rugl. (Sjá grein: Varðandi tölvuleiki, eftir mig.)

Eftir lestur þessarar greinar stóð ég hinsvegar gapandi af vanhæfni og áróðurs kjaftæðis í þessum svokallaða “blaðamanni.”

Hann byrjar greinina á því að fjalla um klámvæðingu heimsins, sem er að sjálfsögðu hið versta mál.

En í málsgreininni fyrir neðan fer hann strax að tala um að FRUMKVÖÐLAR tölvuleikja iðnaðarins hafi STRAX farið að hanna kynlífs tölvuleiki þar sem maður á að nauðga indjánakonum!

Hver fjandinn!? Hann talar eins og upphafsmenn þessarar listgreinar sem tölvuleikjaiðnaðurinn er, eins og það hafi allt verið tómir fertugir pervertar með offituvandamál! Og hann einblínir á 3 leiki, meðal annars þann sem ber nafnið Custer's revenge í þessu samhengi.

Það komu út svo ótrúlega margir leikir í upphafi tölvuleikja að það þýðir varla að telja þá: Nægir að nefna leiki á borð við prince of persia, Monkey Island, Crystal Quest og ýmsa fleiri klassíska titla, til að sýna að þess konar sorpfréttamennska á við engin rök að styðjast!

Næst nefnir hann hina alræmdu Larry tölvuleiki, og svo nefnir hann að sjálfsögðu Grand Theft auto leikina, sem eru helsta brauðmeti fjölmiðla í þessum efnum.

Einnig nefnir hann ULTIMA tölvuleikina! Hvað í fjandanum? Þetta eru tölvuhlutverkaleikir sem gerast á miðöldum! Og það er eitt hórushús í einum bæ og hann kallar þessi meistaravirki kynlífstölvuleik!?

Svo fer hann að tala um skaðleg áhrif tölvuleikja: Við höfum öll heyrt þetta áður, bandarískur drengur myrti vin sinn eins og er gert í tölvuleik…

Ég hef spilað HUNDRUÐI ofbeldistölvuleikja, og ekki hef ég enþá sagað besta vin minn í sundur. Sem að er oftast merki um alvarlega geðsýki! Menn sem saga besta vin sinn í sundur gera það ekki vegna þess að þeir spila ofbeldistölvuleiki, heldur vegna þess að þeir eru ekki heilir á geði.

Hvaða afleiðingar hafa kynlífleikir? Eftir að hafa spilað Custer's revenge, fór þá hundruðir fólks út og nauðguðu indjánastúlkum. Svar: “nei!”

Svo talar hann um tölvuleikjaiðnaðinn eins og þetta sé hópur af sveittum pervertum með klám á desktoppnum.

Einnig setur hann upp lista kynlíftölvuleikja, og inniheldur listinn meðal annars:

Sims: Leikinn sem er bannaður innan sjö ára og allt sem gæti tengst kynlífi í honum er þegar makinn spyr maka sinn hvort hann vilji eignast barn, snúa þau sér svo bæði í hringi og barnið birtist!
Planescape Torment: Hver ANDSKOTINN? Torment er með bestu hlutverkaleikjum sem til eru! Af hverju er Fallout ekki á þessum lista? Með öll sín post-apocalypse klámiðanaðar hús?
Rise of the dragon: Einkaspæjara tölvuleikur sem gerist í framtíðinni, gerist ekki klúrara…?

Og svo er bara einn, ég endurtek EINN Gta leikur á þessum lista! Og Larry er ekki einu sinni þarna!

Að lokum talar hann um að netið sé vondur staður fullur af netpervertum og svo að í framtíðinni eigi allir eftir að stunda sýndarveruleika kynlíf.

Ég veit bara eitt: ekki ætla ég að stunda sýndarveruleika kynlíf, aðrir mega alveg gera það mín vegna, en þá deyr bara perverta hluti mannkyns út, sem að er hið besta mál.

Nú, persónulega finnst mér kynlífs tölvuleikir það sorglegasta sem hægt er að kaupa, og ég er að sjálfsögðu á móti slíku rugli. (Ath. ég er ekki að tala um GTA leikina. Sem eru bara byggðir upp eins og ósköp venjuleg glæpabíómynd)

En grein þessi er augljóst dæmi um fávisku og heimsku Íslensks fullorðins fólks, sem hefur háð íslensku samfélagi í langan tíma.

Þannig að herra Franz Gunnarsson: Þú mátt hoppa upp í rassinn á þér og læra að vinna alminnilega heimildarvinnu, áður en þú ferð að skrifa slíkt rugl aftur.

Þakka ykkur fyrir:

HackSlacka
Ég læt ekki sjá mig hér nema að ég sé fullur/með svefngalsa/geðbilun á háu stigi