Ég vil bara byrja á því að segja að ég var virkilega óviss um hvert ég ætti að senda þetta en ég held að deiglan passi best!!
Það er þannig að fyrir einu og hálfu ári flutti ég til Svíþjóðar með miklum mótmælum. Við ætluðum fyrst að flytja til Danmerkur en ég mótmælti það mikið að við fluttum til Svíþjóðar í staðinn. Það er að segja Malmö!!
Þegar að við fluttum út var sögðu foreldrar mínir 2 ár og svo flytjum við aftur heim. Þetta var samt ekkert voðalega gott því ég var 14 þegar ég flutti út og missti þess vegna af samrændu prófunum sem gerir það erfiðara fyrir mig ef að ég vil fara svo í menntaskóla á Íslandi.
Núna er það þannig að mömmu minni líður ótrúlega vel hérna en pabbi minn býr á Íslandi því að hann fékk ekki meira en eins árs frí frá vinnunni sinni á Íslandi.
Mamma (sem er sænsk) hefur enga ástæðu til að fara aftur til Íslands því að hún er ekki með neina vinnu þar núna og henni líður svo vel hér í Svíþjóð í nýja stóra húsinu okkar í úthverfinu hér. Tekur ekki nema 12 mínútur með lest yfir til Kaupmannahafnar. Þess vegna er alveg pottþétt að mamma ætlar ekki að flytja heim þetta sumar. Nokkuð líklegt að hún flytji á næsta ári því útaf mér, bróður mínum og pabba.
Bróðir minn hatar að búa hér og þess vegna er hann ákveðinn í því að flytja heim þetta sumar til pabba. Hann er líka 18 ára þannig að hann hefur rétt til að gera flesta hluti.
Núna má ég í rauninni algjörlega ákveða hvort ég flytji heim eða ekki.
Ég er svo ótrúlega óákveðinn útaf þessum hlutum:

Svíþjóð:
-Ég á fullt af nýjum vinum hérna sem ég elska og þau elska mig og ég djamma með þeim allan tímann.
-Ég er á náttúrufræðibraut á fyrsta ári í menntaskóla og þetta er það besta sem ég hef upplifað í sambandi við skóla. Það væri vandamál að komast inná svona góða braut á Íslandi því ég veit ekki hvernig þau meta einkunirnar.
-Mamma verður hérna og ég vil ekki skilja hana eina eftir því að þá verður henni mjög einmanna. ÞESSI PUNKTUR ER STÓR!!
-Ég fíla kúltúrinn hér betur heldur en kúlturinn á Íslandi plús það að maður kemst miklu meira útum allt hér. Eins og til dæmis til Danmerkur á 12 mínútum fyrir 350 ISK og til Þýskalands með bát á 3 tímum fyrir 4000 Íslenskar.
-Það er hlýrra hér á sumarinn og það er hægt að fara á ströndina og svona og maður verður brúnn.
-Það er ódýrara hér.

Ísland:
-Ég er uppalinn á Íslandi og þekki Reykjavík eins vel og sjálfann mig.
-Allir æskuvinir mínir eru þarna sem ég hef saknað ótrúlega mikið allan tímann.
-Elska náttúruna og fríska loftið á Íslandi. Það er ekki eins og hér í Svíþjóð að það er einn hóll á stærð við öskjuhlíð á öðrum fjórða ferkílómetra.
-Ég mundi búa með pabba mínum aftur sem ég hef ekki gert í hálft ár.
-Matur sem ég hef saknað frá Íslandi: Bæjarins bestu (ekki þessar hræðilegu ógeðslegu pylsur MEÐ KARTÖFLUMÚS sem eru borðaðar í Svíþjóð), Nonnabiti, Snúður og kókómjólk, Nóa Siríus nammi (í rauninni bara allt Íslenskt nammi)og malt og appelsín.
-Ég gæti farið á skíði, snjóbrett eða whatever á veturna. ÞESSI ER MJÖG MIKILVÆGUR!!!
-Þá gæti ég tekið bílprófið 17 ára en ekki að bíða í eitt ár í viðbót (18 ára í Svíþjóð)

Svo kemur eitt vandamál í viðbót að ef að ég mundi búa áfram í Svíþjóð mundi ég vera búinn með 2 ár í menntaskóla og maður útskrifast eftir 3 ár í menntaskóla í Svíþjóð þannig að það væri bara eitt ár í viðbót þannig að þá mundi það örugglega koma í mál á næsta ári að vera hér í eitt ár í viðbót og 4 ár án Íslands er einum og mikið!!

Endilega svarið og segið hvað ykkur finnst!!

Kv. StingerS