Það var nú hérna einusinni að Babýlóníumenn, undir stjórn Hammúrabís og seinna Nebucadnezzars, reistu hinn margrómaða Babelsturn. Turninn átti að þjóna þeim tilgangi að ná til himnaríkis og aðgang að guði. Að sögn bíblíunnar varð guð svo reiður við þetta uppátæki þeirra að hann eyðilagði turninn og refsaði mannkyninu með því að tvístra tungumálinu í ólíka stofna þannig að menn gátu ekki talað saman eins mikið og áður. Þannig ætlaði hann að koma í veg fyrir Babelsturna framtíðarinnar. En þetta var fyrir mööööörgum árum síðan og Nietzche þar að auki löngu búinn að drepa guð. En nú sitjum við samt uppi með öll þessi tungumál.
Persónulega finnst tungumálin í heiminum allt of mörg. Til lengri tíma litið þjónar það engum tilgangi að halda í gömul tungumál sem mjög fáir tala. Er þörf á þeim? Eina marktæka tilraunin til þess að skapa alþjóðlegt tungumál var með Esperanto, en sú tilraun virðist ekkert vera að virka og ég spyr því, er ekki í lagi að reyna aftur. Það væri mjög einfalt kerfi ef allar þjóðir myndu taka upp sama alþjóðlega tungumálið með sínu egin. Þá myndi gildi móðurmálsins dvína og hið alþjóðlega tungumál festa sig í sessi sem mikilvægur arftaki fyrir samskipti framtíðarinnar. (Auðvitað yrðu allir menningargullmolar varðveittir í þýðingum beggja tungumála.)
Einnig finnst mér fáránlegt að við Íslendingar þurfum að læra dönsku í skólum okkar. Ég er orðinn stúdent í þessu tungumáli og sé beinlínis eftir því heilarúmi sem danskan hefur tekið. Væri ekki betra að taka upp tungumál sem eru mikilvægari í nútíma samskiptum svo við Íslendingar stæðum betur að vígi í hinum stóra heimi, í stað þess að halda í einhver gömul, tilgangslaus, menningarleg tengsl við Danmörku?
Ég veit ekki alveg hvernig ég náði að koma þessu frá mér en íhugið þetta allavega og þeir sem mótmæla mér eru lesbíur….
Kveðja,
Poseidon