Vil bara byrja að taka það fram að þetta er ekki nákvæm grein né er hún byggð á pottþéttum heimildum, heldur bara eitthvað sem ég hef verið að lesa í gegnum árin og þess háttar.

Ég hef verið að velta náttúruhamförum heimsins fyrir mér. Það er ekkert nýtt að á undanförnum árum hefur hitastig sjávar og veðurfar víðsvegar í heiminum verið að breytast. Einhver sagði að heimurinn væri að umpólast. Til að mynda hefur verið hlýrra á Íslandi að því leiti til að nýjar plöntur og skordýr geta þrifist hérlendis sem áður gátu ella og lifa eingöngu þar sem loftslagið er hlýrra.

Annars langar mig sérstaklega að benda á myndina Day after tomorrow. En við gerð myndarinnar var stuðst við rannsóknir og niðurstöður um einmitt svona náttúrutengdar hamfarir tengdar næstu ísöld og þess háttar. Allavega las ég það einhversstaðar en svona það sem ég er að benda á að þá finnst mér alveg ótrúlega margt sameiginlegt myndinni og það sem er að gerast í dag. Eins og hækkandi hitastig sjávar á undanförnum árum.
Eiga þessar náttúruhamfarir eitthvað sameiginlegt? Er tilviljun að þetta eigi sér stað allt á sama tíma?
Við erum náttúrlega að tala um hamfarirnar í Asíu, ofsaveðrið í Danmörk og Svíþjóð, aurskriðurnar í Kalíforníu, óveðrið og flóðin á Írlandi, skógareldarnir í Ástralíu. En þetta virðist bara vera svo ótrúlegt að allar þessar náttúruhamfarir eigi sér stað á sama tíma.
Spurning hvort að væntanlegur heimsendir sé í námund eins og í myndinni? Efast samt stórlega um það.

Endilega segið mér ykkar álit. Ef ég hef farið með rangt mál á einhvern hátt þá megið þið alveg leiðrétta mig.

Kveðja,
cutypie
I´m crazy in the coconut!!! (",)