Sæl öll, ég lenti í þeirri spennandi reynslu fyrir ekki alls löngu að vera handtekinn fyrir vörslu fíkniefna. Ég afhenti sjálfur lögreglunni efnið eftir að hún bað um að fá að leita í bílnum. Ég vil taka það fram að lögreglumennirnir sjálfir voru mjög almennilegir og fannst mér ekkert athugavert við þeirra frammistöðu enda bara að vinna sína vinnu.
Þeir semsagt handtóku mig og farið með mig upp á stöð. Þar var leitað betur í bílnum og á mér…. Skemmst að segja frá því að ekkert meira fannst, hvorki á mér né í bílnum og ég var því tekinn í skýrslutöku. Þar sagði ég eins og var, að ég átti ekki efnið, heldur félagi minn sem hafði gleymt því. Ég vildi ekki skvíla félaga minn (getur valdið ansi miklum vandræðum). Þeir spurðu hvort ég myndi samþykkja að fara í þvagprufu og ég samþykkti það að sjálfsögðu en þeir virðast ekki hafa haft ásæðu til að senda mig í svoleiðis þannig að ég bjóst nú við einhverri lágri sekt þar sem þetta er fyrsta “brot” og ég er held ég með í mesta lagi 1 punkt inn á ökuskírteininu (búinn að keyra í næstum 8 ár).
Jæja svo koma að því að ég fékk senda sekt heim og hún var hvorki meira nér minna en 37.500 KALL. Ég þurfti í framhaldi af því að fara upp á stöð og skrifa undir einhvern samning um að ég myndi sætta mig við það… Nema ég vildi setjast í steininn í 8 daga! Þá spurði ég hvað hefði verið mikið magn í pokanum sem þeir lögðu hald á og þá kom í ljós að það voru heil 0,42 grömm af amfetamíni!!! Ok þarna voru komnar sterkar vísbendingar um að hefði alveg pottþétt ekki verið að selja (enda átekinn poki), og varla hafði ég verið að nota þetta, þeir sáu allavega ekki ástæðu til að senda mig í þvagprufu. Og svo er þetta fyrsta brotið mitt.
Ég fatta bara ekki hvernig þeir geta leyft sér að sekta mig um svona háa upphæð fyrir fyrsta brot!?! Ég var hreint út sagt ekkert að pæla í því að efnið væri þarna í bílnum fyrr en löggan kom galvösk alveg stökkvandi útúr bílnum á ferð liggur við, og ég hélt að tekið væri tillit til brotaferil (engan í mínu tilfelli) brotamanna áður en svona sektir eru ákveðnar.
En það er víst ekki mikið sem ég get gert í þessu. Maður verður víst að sætta sig við að vera tekinn ósmurt í rass*****. Þannig að ég var svona búinn að sætta mig við þetta.
En svo er ég að glugga í Fréttablaðið í dag og sé þá litla grein um fertugan mann sem Héraðsdómur Reykjaness var að dæma í 35.000 króna sekt fyrir að hafa í fórum sér 35 amfetamíntöflur, 42 rítalíntöflur og síðast en ekki síst fyrir að hafa reynt að stela 50.000 króna hleðsluborvél úr verslun í Hafnarfirði.
Ég veit ekki með ykkur en mér finnst eitthvað skrítið við það að ég fái hærri sekt en hann.