Já, kennarinn minn í vefforritun bað okkur bekkin að fara á netið og sækja okkur 30 daga trial af Dreamviewer og finna svo serialið af forritinu til þess að fá full útgáfu eða að nota Deili ef við hefðum hann til að sækja fulla útgáfu.
Er þetta eithvað sem kennarar eiga að vera að gera, vera með áróður fyrir nemendur og segja að það sé í lagi að taka ólöglegt efni af netinu, bara af því að það er þarna!
Ég persónulega sæki ólöglegt efni af netinu en að Kennerar, fyrirmyndir segja okkur að gera það fanst mér svolítið skrítið svo ég spurði hana hvernig hún gæti réttlætt það að það sé í lagi að sækja ólögleg efni af netinu?
Hún svaraði í þá áttina að hún notar netið eins og hún getur og ef það er boðið uppá löglegar/ólöglegar útgáfur þá nær hún bara í það!
Ég fór að velta þessu fyrir mér og hugsaði, Bíddu, er þá ekki hægt að taka dót úr hillum búðarinnar og hlaupa með það út, það er boðið uppá það með greiðslu eða án hennar ef þú hleipur út án þess að borga, eins með þetta á netinu, að sækja fulla útgáfu ánþess að borga bara því hún er þarna á netinu!
Ég veit alveg að það er fullt af fólki sem segir bara, æji þú getur örugglega fundið þetta á netinu! En þegar kennarar sem gegna mikilvægri stöðu í þjóðfélaginu og eiga að vera svona “fyrirmynd” nemenda eru með slíkan áróður finnst mér það mikið mál!
Nú get ég td. farið á netið og sótt þessa útgáfu og réttlætt það með því að segja að kennarinn minn hafi sagt þetta!
Það er ekki hægt að réttlæta ólöglega dreifingu á efni!
Takk fyrir lesninguna!