Smá infó fyrst: Ég er að gera ritgerð í afbrotafræði og hún fjallar um þróun manndrápa og morðmála síðastliðnu 30 ár.

Ég er búin að vera í nokkrar vikur að hlaupa um allar trissur að finna efni og heimildir í ritgerðina. Ég er búin að tala við hæstarétt (fékk að vísu dóma þar), skrifstofa ríkislögreglustjóra þóttist hjálpa mér geðveikt mikið með því að benda mér á heimasíðu lögreglurnar, Lögreglan í Reykjavík gerði það sama. Helstu fjölmiðlar hafa heldur ekki viljað hjálpa mér. Fyrst hélt ég að það væru bara allir svo latir að þeir hreinlega nenntu ekki að tala við mig en annað kom í ljós.

Öldin okkar frá 1970-1995 segir nánast í smáatriðum frá morðum og manndrápum frá þessum árum. Það virðist ekki vera neitt mál að finna efni frá því fyrir '95 en eftir það er vonlaust.
Það eina sem ég hef í raun verið að leitast eftir eru tölur yfir hversu mörg mál þetta voru og hvaða kyn gerandi og þolandi voru.

Í gær fékk ég að vita að þessi mál eru svo ung og mörg enn opin þannig skv ákvæðum um persónuvernd má ég ekki fá þessar upplýsingar.

Sjáið það ekki fyrir ykkur ég get nefnilega fundið út hvaða fólk þetta er bara vegna þess ég veit hvers kyns þau eru!

Tölvunefnd er að hamla fólki frá vinnu sinni. Þetta er fáranlegt dæmi en satt það er lík geymt á einhverju sjúkrahúsi hér í höfuðborginni sem fannst fyrir að ég held 40 árum það veit enginn hver þetta er, en samt má ekki segja úr hvaða sjúkdómi hann dó úr.
Er þetta persónuvernd?
Hrebbna