Ég held ekki að það að koma fleira kvenfólki inn á vinnumarkaðinn stuðli að jafnrétti. Þetta er það sem var gert í kvenréttindabaráttunni hérna 70 og súrkál og það eina sem hafðist upp úr því var að konur sem vildu vera húsmæður fóru að skammast sín fyrir það og svo virðast launin hafa hrapað eitthvað líka þannig að nánast er ekki hægt að framfleyta fjölskyldu á einum launum lengur.
Ég held því fram að jafnréttið byrji heima. Þær konur sem eru á vinnumarkaðnum á annað borð þurfa að koma ábyrgðinni á fjölskyldunni yfir á eiginmenn sína líka. Ef það er alltaf konan sem þarf að sækja barnið á leikskólann, fara heim ef barnið veikist í skólanum, vera heima þegar börnin eru veik o.s.frv. þá eru konur bara álitnar verri starfsmenn en karlar. Ef eiginmennirnir gera þetta jafnt og konurnar þá hverfur þessi ástæða. Sá veruleiki sem ég er að horfa á á mínum vinnustað er að konurnar taka í flestum tilfellum 100% ábyrgð á fjölskyldunni. Það er hún sem fer heim er eitthvað kemur uppá, hún sem er heima ef börnin eru veik, hún sem hringir í kennarann eða leikskólann til að ræða málin o.s.frv. Það er eitthvað um að fólk skipti þessu á milli sín en mjög lítið.