Eins og allir vita eru hræðilegir tímar framundan í Asíu og austur-afríku.
Ekki er nóg með að yfir 100.000 manns séu nú þegar látnir heldur er einnig mikil hætta á smitsjúkdómum sem geta tvöfaldað tölu látina.
Kostnaður við endurbyggingu, matvæliöflunar, hreins vatns og annarskonar hjálparstarfs er óheyrilegur.

Nú liggur það á okkur hinum íbúum plánetunar að hjálpa.

Þar sem íslenska ríkið er svo nískt að gefa aðeins 5 milljónir (Útgjöld til utanríkismála fer meðal annars að viðhalda flugvellinum í Kabúl) þá hvet ég alla Íslendinga til að leggja hönd á plóg og hjálpa til.

Við Íslendingar höfum núþegar gefið 50.milljónir til hjálparstarfs. En við erum talin eyða 400 milljónum í flugelda ???????

Hvernig væri að sleppa flugeldum á annaðkvöld og nota andvirði þeirra í hjálparstarf.

http://www.deiglan.com/sofnun/

Sýnum samhug í verki

Gleðilegt nýtt á