Já, nú er svo komið að það einfaldlega verði ekkert af kárahnjúkavirkjun nema Impregilo fái að flytja inn ódýrari mannskap. Eða, a.m.k. finnst mér fréttaflutningurinn af þessu máli vera.

Hver er eiginlega tilgangurinn að hafa verkamannastétt hérna á Íslandi fyrst það er hægt flytja þetta bara inn hræódýrt frá öðrum löndum. Lifum við svona obboðslega hátt að engin veraldleg fyrirtæki geta borgað okkur sæmileg laun?

Ég vil nú taka fram að ég er ekkert á móti útlendingum, né að þeir séu að koma til að vinna hérna. En ef þeir eru að koma hingað til að vinna þá verður það að vera á réttum forsendum.

Ef það eru íslendingar sem vilja vinna þessa vinnu og hafa kunnáttu til þess, þá er um að gera að láta þá gera það! Hvernig væri nú að við getum reist okkar eigin virkjanir í framtíðinni? Halda þessari verkkunnáttu í landinu, í staðinn fyrir að þurfa hringja alltaf út til Kína og fá lánaða harðgerða lággjaldaverkamenn.

Ég segi STOPP. Impregilo vissi hvað þeir voru að taka að sér, og í hvaða landi þeir voru. Þeir geta ekki komið hingað og traðkað á áratugalangri kjarabaráttu verkafólks hér á landi.

Verst af öllu er fordæmið. Þeir eru að gefa fordæmi fyrir því að flytja inn ódýrt verkafólk frá fjarlægum löndum til að leysa íslendinga af hólmi. Munum við íslendingarnir þurfa að lækka launin okkar til að mæta þessari samkeppni? Hvernig verður þetta í framtíðinni? Eigum við von á frekari stórinnflutningum af þessari gerð við framkvæmd næstu virkjunar, stíflu, álvers, mislægrar gatnamótar, brúar, gatna og loks innkeyrsluna?


Þetta er ekki rasismi, þetta eru ekki fordómar, þetta er einfaldlega verndun á kjarabáttuna og lífsgæðum. Rétt einsog verndartollar eru settir á innflutt matvæli, þá væri rétt að setja einhverskonar verndatolla á innflutt verkafólk.