Vildi aðeins sjá hvað ykkur finnst um þetta mál og hverju þið stingið upp á að maður geri næst.
Eftir miklar samræður í vinnunni um hve fáranlegir þessir sms leikir eru sem eru nú að flæða yfir allt ákvað ég að kynna mér málið.
Ef þið vitið ekki hvað ég er að skrifa um þá skal ég útskýra.
BT byrjaði fyrir nokkru síðan að koma með SmS leiki og hafa þó nokkur fyrirtæki fylgt eftir.
Þessir SmS leikir virðast flestir ganga á þennan veg.
“
1. Fólk sendir inn SmS fyrir 99-199 KR.
2. Þegar SmS er sent ertu kominn í SmS klúbb sem sendir þér auglýsingar frá viðkomandi fyrirtæki
3. Þú færð skilaboð til baka ”þú ert númer 9 (t.d.), mundu 11 hver fær vinning!“
4. Vinningar í auglýsingu hljóða á þessa leið.
”DVD spilari, DVD myndir, Bíómiðar og margt fleirra“
5. Meirihluti virðist fá kók dós eða bol eða annað eins rusl sem er víst þetta ”margt fleirra“
6. Vinninga er aðeins hægt að sækja á einn stað og stundum aðeins á vissum tímum.
(t.d. BT Smáralind á milli 12-2 á þriðjudögum)
”
Ég bjó til grein á Deiglunni upphaflega sem var samþykkt og var ég að tékka viðbrögð fólks við þessu öllu saman.
Aðalega samt til að heyra frá fólki sem hefur tekið þátt svo ég fengi meiri upplýsingar um leikinn.
http://www.hugi.is/deiglan/articles.php?page=view&contentId=1759006
(Guð veit að ekki eyði ég peningunum mínum í þetta rugl)
Eftir svörin þar þá fékk ég eigilega nóg.
Mér persónulega finnst að þessir SmS leikir brjóti ekki aðeins happdrættis lög heldur ætti Barnaverndarnefnd að kíkja á málið þar sem þetta er ekki annað en spilakassar sem eru bannaðir með lögum fyrir 16 ára og yngri.
Samt eru þessir spilakassar í vösum flestra ungmenna frá 11 til 16.
Ég kom mér í samband við framkvæmdastjóra BT og skrifaðist á við hann í viku eða svo.
Vill ég þakka honum fyrir viðleitnina og að hafa ekki bara hunsað þessi email mín, en verð nú að segja að manninum tókst engan veginn að sannfæra mig um að þetta ætti ekki að vera bannað.
Eftir samtal mitt við hann kynnti ég mér happdrættislög á heimasíðu Dómsmálaráðuneytisins.
Eftir því sem ég gat fundið þar þá er skýrsla frá 1996 þar sem Dómsmálaráðuneytið skrifar að afstaða hafi ekki verið tekin til SmS leikja hér á landi.
Gat ég ekki fundið neitt nýrra en það á heimasíðunni.
Nú eru liðin 8 að verða 9 ár síðan sem mér finnst ótrúlegt og skammarlegt.
SmS leikir flæða yfir allt, með t.d. 200 Kr fyrir hvert Sms og 12 hver vinnur.
2400 kall og svo er dvd mynd stærsti vinningurinn.
Fólk getur keypt tvær dvd myndir fyrir 2000 kall í Elko seinast þegar ég kíkti (í gær) og þarna er kominn 2400 kall í pottinn.
Samt vinna flestir eitthvað drasl fyrir peninginn.
Framkvæmdarstjóri BT tilkynnti mér að Síminn taki góðan part en í mínum augum skiptir það bara engu máli, ef þetta væri bannað innan 16 mundi ég þegja, en á meðan þetta er ekki bannað innan 16 og í raun ekki hægt að passa upp á það þá er verið að stela pening af krökkum sem hafa ekki vit á þessu.
(Fyrir utan þetta getur t.d. fólk á Akureyri eða öðrum stöðum venjulega ekki sótt vinninga sína sama hvaða fyrirtæki það er þar sem það er mjög takmarkað hvar er hægt að sækja þá)
Ég tók mig til og sendi 2 email á Dómsmálaráðuneytið, fyrirspurn til tveggja lögfræði stofnanna hvort þeir gætu mælt með einhverjum leiðum sem ég gæti farið og email til Vinstri Grænna.(þann flokk sem ég hef mest trú á)
Ég fékk eitt svar, sem var sjálfkrafa frá lögfræði stofu um að panta tíma í síma #######.
Ég hef ekkert farið meira í þetta mál í meira en mánuð, hálf fáranlegt að gefast svona upp en það er hálf óþægilegt að lenda á vegg.
Uppástungur eða ábendingar ?
Hef verið að spá í að fara niður í Dómsmálaráðuneytið og rífa kjaft ef þess þarf, ég býst við að þeir reyni nú bara að vísa 21 ára pilti frá.
Ebeneser