ég verð persónulega að segja að ég sé ekkert að lögleiðingu kannabiss.
Ég reykti svolítið fyrir nokkrum árum síðan, en hef ekki gert það í u.þ.b. 2-3 ár. En ég þekki mikið af fólki sem gerir það. Sumir gera það einu sinni á tveggja mánaða fresti, aðrir á mánaðar fresti, enn aðrir á viku fresti og sumir oftar.
Ég þekki fólk sem hefur farið illa úr vímuefnaneyslu, en enginn af þeim hefur verið kannabiss neytandi eingöngu. Þetta fólk hefur langoftast átt í einhverjum persónulegum vandamálum og ég get fullyrt það að ef það hefði ekki verið komið út í rugl út af lsd, kókaíni eða öðru, þá væri það sauðdrukkið einhversstaðar.
Ég trúi því nefnilega að misnotkununinn sem á sér stað sé oftast afleiðing af stærra vandamáli og oft er hún hróp á hjálp.
Kannabiss er eitt af fáu “dópum” á markaðnum sem er ekki kemískt, á meðan kókaín, E, LSD, amfetamín og fleiri eru kemísk.
Rannsóknir frá virtum heilsusamtökum hafa sýnt fram á að það sé ekki jafn skaðlegt og fólk vill meina.
Hér kemur smá úrdráttur úr skýrslu síðan 1995 sem er hægt að skoða hér:
http://www.druglibrary.org/schaffer/hemp/general/who-index.htmA Comparative Appraisal of the Health and Psychological Consequences of Alcohol, Cannabis, Nicotine and Opiate Use -August 28, 1995
By Wayne Hall, National Drug and Alcohol Research Centre, University of New South Wales
and
Robin Room and Susan Bondy, Addiction Research Foundation, Toronto
“All that can be said with any confidence is that if the prevalence of cannabis use increased to the levels of cigarette smoking and alcohol use, its public health impact would increase. It is impossible to say by how much with any precision. However, on even the most worst case scenario, it is unlikely that the public health effect of cannabis use would approach those of alcohol or tobacco use. Unlike alcohol, cannabis does not produce cirrhosis for example. Moreover, in developed societies cannabis appears to play little role in injuries caused by violence, as does alcohol, although recently concern has been expressed in some developing countries that cannabis may be used to fortify criminal offenders. Unlike tobacco, all the evidence suggests that the proportion of cannabis smokers who become daily smokers is substantially less than the proportion of tobacco smokers who do so.”
og í lokin langar mig aðeins að koma inn á eitt atriði:
Þeir sem mótmæla lögleiðingu kannabiss, segja oft “ég vil ekki að börnin mín reyki kannabiss”
Ég skal ganga skrefinu lengra, ég vil ekki að börn reykji kannabis, né tóbak né drekki áfengi.
Börn eru að mínu mati ekki kominn með þroska í þessa hluti fyrr en 18-20 ára.
Ég er persónulega orðinn hundleiður á því að foreldrar [auðvitað ekki allir] vilja gera allt samfélagið öruggt fyrir 1-13 ára börn….
Þetta er afleiðing þess að fólk er að reyna að halda uppi einhverjum “lífstíll”, foreldrar vinna báðir úti og vilja að sjónvarpið og tölvuleikirnir ali upp börnin þeirra.
Þegar ég var ungur þá sögðu mamma mín og pabbi mér hvað væri rétt og rangt…. Og þau öguðu mig til.
Núna þora foreldrar ekki að aga börnin sín til af því að þá eru þau að “kæfa” þau
En þegar að barnið gerir eitthvað ljótt, þá er öllum öðrum kennt um, skólanum, tölvuleikjum, sjónvarpi, tónlist o.fl.
Foreldrar verða aðeins að fara að taka ábyrgð.
Foreldrar einhvers krakka út í USA sem skaut krakka í skólanum sínum fóru inn í herbergið hans og týndu til alla tölvuleiki sem hann hafði spilað, og kærðu alla framleiðendurna af því að þeirra vörur æstu hann upp í að fremja glæpinn….
HALLÓ…. er 7 ára barnið þitt að leika sér í quake?? vertu foreldri….
er 7 ára barnið þitt að horfa á Hellraiser í sjónvarpinu??….. vertu foreldrið…
Hvernig væri að sleppa öðrum bílnum, stöð 2 & fjölvarpinu og vodkaflöskunni þessa helgina og hafa annað foreldrið heima??
Ég er fullorðinn…… ekki taka af mér counter-strike, vegna þess að krakkinn þinn höndlar það ekki á meðan þú ert að vinna fyrir lífsgæðunum…..
aaaaaaaaa…. úff… þetta var búið að byrgjast inn í mér lengi…jæja bæ
p.s. muniði eftir “fjölskyldumyndunum” sem eru sýndar í bíó og í sjónvarpi…. Hvað mynduð þið segja ef alltí einu yrði sagt…. Það er búið að banna allt annað en fjölskyldusamþykktar bíómyndir og sjónvarpsþætti…..
-ég er hræddur um að ég myndi byrja mikið smygl á sjónvarpsefni ;)
dropinn