Þetta er nú meiri vitleysan í Grindavík. Fullorðið fók að þramma um götur að leita af einhverju til að brenna. Heðgaðndi sér eins og Atila húnakonungur og fylgismenn hans á vondum degi. Eru svo brjálaðir þegar að lögreglan og slökkviliðið hefur eitthvað á móti þessari framkomu.
Einhver vitleysingur á eftir að svara að fólk á að vera frjálst að gera það sem það vill, en nær það líka til að kveikja bálköst hvar sem manni þóknast? Í samfélagi eru eðlilegar hindranir á fresli, svona fórnarkostnaður til að við getum lifað friðsælu lífi. Ég get ekki séð að það að mega ekki brenna hvað sem ég vill hvernær sem ég vill hvar sem ég vill sé óásættanleg skerðing á minu frelsi. Ekkert á við þá skerðingu á mínum eignarrétti sem á sér stað þegar kviknar í út frá bálinu.
Einhver á eftir að segja að löggan hafi “maceað” saklausa borgara og lamið einn eða annann. Hvaða kjaftæði! Þarna er vettvangur þar sem fólk safnast saman til að gera eitthvað sem er ólöglegt. Það vita það allir sem þarna eru. Löggan kemur á svæðið og þá gilda bara einfaldlega lög. Lög sem segja að þetta sé lögregluvettvangur. Lög sem segja að borgurum sé skylt að hlýða löglegum boðum lögreglu. Lög sem segja að lögreglan má beita nauðsynlegu valdi til að framfylgja sínum fyrirmælum. Þeir sem voru þarna “saklausir” áttu bara að hundskast burt heim.
Hvað er til ráða? Þetta er árlegur viðburður og því má gera ráð fyrir að þetta hýski sé þegar farið að safna spreki fyrir næsta ár. Að mínu mati er einungis tvennt í stöðunni.
Annarsvegar á bara að girða þennan þéttbýliskjarna af og leyfa þeim að búa í sínu einkabananalýðveldi. Geta hegðað sér eins og Grindv- néi fyrirgefðu, villimenn og brent það sem þeir vilja. Verða þó sennilega hissa og svektir þegar bálið brennur og ekkert yfirvald kemur til að skipta sér að þeim. Til þess er jú leikurinn gerður.
Hinn möguleikin er að gefa yfirvöldum nauðsynlegt vald til að bregðast við svona aðstæðum. Tvær handtökur og bærinn lagður á hliðina? Ég myndi vilja sjá eftirfarandi: Slökkviliðið á auðvitað að sprauta vatni á þetta hýski. Virkar á samfasta hunda. Löggan á að sjálfsögðu að hafa Tasser byssur. Þessar sem skjóta rafmangsteini með einvherjum milljón voltum. Það er lágmarkið að eftir svona nótt séu amk. 5-10 í fangelsi og tvöfaldur sá földi á sjúkrahúsi.
Maður ætti að sjá vinnuhópa í appelsínugulum samfestingum hlekjaða saman að hirða rusl við Leifsstöð langt fram á næsta ár!
Frelsi án ábyrgðar er ekki frelsi, heldur ábyrgðarleysi!